Innlent

Stjórnarandstaðan ekki tilbúin að skipa fulltrúa í nefnd enn sem komið er

MYND/NFS

Stjórnarandstaðan er ekki tilbúin til að skipa fulltrúa í nefnd til að fara yfir úrskurð Kjaradóms, fyrr en Alþingi hefur fjallað um málið. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni engu að síður kalla til sérfróða aðila til að hefja könnun á þessum málum og formleg nefnd með fulltrúum stjórnarandstöðunnar verði svo skipuð eftir að Alþingi hefur afgreitt málið fyrir sitt leyti. Allar líkur eru á að Jón Sigurðsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra Alþýðuflokksins í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og síðar seðlabankastjóri, muni leiða þetta nefndarstarf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×