Innlent

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvarp til að ógilda launahækkanir

Mynd/Vilhelm

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fram frumvarp á Alþingi þegar þig kemur saman, sem ógildir launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa sem Kjaradómur færði þeim með úrskurði sínum. Jafnframt verði sömu embættismönnum ákvörðuð launahækkun upp á 2,5 prósent með lögum. Forystumenn stjórnarandstöðunnar sögðu eftir fund með leiðtogum stjórnarflokkanna í Ráðherrabústaðnum í morgun, að málið væri enn í hnút eftir þessa niðurstöðu og eru enn þeirra skoðunar að kalla hefði átt þing saman fyrir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×