Innlent

Fagnar áramótunum á spítala

Það eiga þess ekki allir kost að halda jólin og fagna áramótum á heimili sínu. Börn og unglingar sem dveljast á Barnaspítala Hringsins þurftu sum hver að opna jólagjafir sínar á spítalanum og þar munu nokkur þeirra sömuleiðis dvelja um áramótin.

Þorsteinn Ari Þorsteinsson er ungur drengur sem dvelur á Barnaspítala Hringsins yfir hátíðarnar. Hann er með gat á lunga og fór í sína þriðju skurðaðgerð rétt fyrir jól. Þorsteinn Ari og fjölskylda hans opnuðu jólapakkana í ár, á spítalanum. Þau segja fjölskyldan hafi komið til Þorsteins og opnað jólapakkana hjá honum. Á jóladag komu þau svo með mat til Þorsteins Ara og borðað öll saman. Það er útlit fyrir að fjölskyldan fagni áramótum á spítalanum en Þorsteinn er að vonast til að fá allavega að fara út á svalir til að sjá flugeldana en hann er að mestu rúmfastur og kemst því ekki langt.

Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, deildarstjóri á Barnadeild Hringsins, segir að reynt sé að leyfa þeim sem það geta að fara heim yfir jólin og áramótin eða í það minnst að borða með fjölskyldum sínum. Jóhanna segir að alls hafi fimm börn dvalið á spítalanum yfir jólin en óvíst er hversu mörg muni dvelja þar á áramótunum. Hún segir að meira sé um að vera fyrir börnin í desember í tilefni hátíðanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×