Erlent

Klókur jólasveinn

Jólasveinninn virðist hafa laumast, í skjóli nætur, að ráðhúsinu í Bojsí í Idaho á jólanótt. Þegar íbúarnir vöknuðu um morguninn fundu þeir mörghundruð tuskudýr undir jólatré borgarinnar.

 Á hverju tuskudýri var miði sem á stóð "Gleðileg jól," eða "Frá jólasveininum". Enginn varð var við neitt um nóttina, tuskudýrin voru bara undir trénu þegar birti. Foreldrar og ungviði þeirra var hrifið af þessu uppátæki, og börnin þyrptust að til þess að ná sér í tuskudýr. Og auðvitað var ekki nokkur maður í vafa um hver hafi sett dótið þarna. Það var hinn eini sanni jólasveinn, sem víst er til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×