Erlent

Tyrkneska lögreglan handtekur fimm menn vegna gruns um að hafa ætlað að myrða landsstjóra Van héraðs

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að ráða landstjóra héraðsins Van af dögum á gamlársdag. Skammbyssa, sprengiefni og 200 byssukúlur fundust á heimilum hinna grunuðu. Mikil ófriðaralda hefur verið í austur- og suðurhluta Tyrklands undanfarið eitt og hálft ár en aðskilnaðarsinnar í Kúrdíska Verkamannaflokknum hafa staðið að fjölmörgum árásum í landinu og eru skilgreindir sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×