Erlent

Norræna ráðherranefndin opnar skrifstofu í Kaliningrad

Norræna ráðherranefndin hefur opnað skrifstofur í Kaliningrad. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í að styrkja samstarf á Eystrasaltssvæðinu öllu. Norræna ráðherranefndin hefur síðan 1991 starfrækt skrifstofu í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna og í Pétursborg síðan 1995. Kaliningrad er rússneskt landsvæði sem þó er ekki beinlínis inni í Rússlandi heldur á landamæri að Litháen til norðurs og Póllandi til suðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×