Erlent

Samið um fiskveiðikvótann

Samkomulag náðist um fiskveiðikvóta Evrópusambandsins í gær, eftir þriggja daga fundarhöld. Þorskveiðikvótinn verður minnkaður um fimmtán prósent á næsta ári. Hafrannsóknarmenn vildu margir ganga miklu lengra, vegna mikillar fækkunar í þorskstofninum undanfarin ár. Joe Borg, yfirmaður sjávarútvegsmála hjá ESB, segist engu að síður sannfærður um að hið nýja samkomulag verði til þess fallið að vernda fiskistofna á næstu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×