Erlent

Hvítabirnum fækkar hratt vegna bráðnun íss á Norðurslóðum

Bráðnun íss á norðurslóðum er farin að valda dauða hvítabjarna og ekkert bendir til annars en að þeim haldi áfram að fækka. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir að um sé að ræða óhjákvæmilega afleiðingu hlýnunarskeiðs sem verulega varð vart við fyrir fjórum árum.

Talningar vísindamanna á hvítabjörnum við við Hudson flóa í Kanada benda til að stofninn hafi fallið um fimmtung á síðustu sautján árum. Undan ströndum Alaska hafa fundist skrokkar af bjarndýrum sem gefa til kynna að dýrin hafi drukknað. Þó ísbirnir séu syndir, þá eru takmörk fyrir því hve lengi þeir geta þraukað í sjónum. Þeir finna æti á ísjökum út með ströndinni en nú þurfa þeir í auknum mæli að synda, jafnvel allt upp í hundrað kílómetra eftir bráðinni. Auk þess að eiga á hættu að drukkna, geta erfiðleikar við fæðuöflun haft víðtækari áhrif.

Dr. Lara Hansen, World Wildlife Fund, segir að vitað sé að kvennbirnir verða að ná ákveðinni þyngd til að eignast afkvæmi og hvítabirnir séu að nálgast þau mörk hættulega mikið.

Hlýnun á norðurslóðum er staðreynd og margir, jafnvel flestir, vísindamenn rekja hana til gróðurhúsaáhrifa. En eins dauði kann að vera annars brauð, eins og Þór Jakobsson bendir á.

Sjá má fréttina í heild sinni á VefTíVí Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×