Erlent

Verslunarstjórar sakfelldir fyrir mútuþægni

Frá verslun ÁTVR.
Frá verslun ÁTVR. MYND/GVA

Átján verslunarstjórar í áfengisverslunum ríkisins í Svíþjóð voru í gær sakfelldir fyrir að hafa tekið við mútum frá birgi sem vildi koma vöru sinni á framfæri. Verslunarstjórarnir þurfa að greiða dagsektir ásamt andvirði mútanna til ríkissjóðs. Alls voru 77 verslunarstjórar í áfengisverslunum sænska ríkisins ákærðir fyrir að þiggja mútur sem námu alls sex milljónum íslenskra króna en flestum málunum var vísað frá. Samkvæmt sænskum lögum mega starfsmenn verslanna ekki taka við gjöfum frá birgjum og teljast gjafir yfir 1600 íslenskum krónum vera mútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×