Erlent

Fimmtán grunaðir um þjálfun hryðjuverkamanna

Spænska lögreglan hefur handtekið fimmtán menn, sem grunaðir eru um að hafa þjálfað hryðjuverkamenn og sent þá til Íraks.

Talið er að þeir tengist allir sömu hryðjuverkasamtökunum, sem tengjast al-Qaida í Írak. Þetta er í fjórða sinn á aðeins nokkrum vikum sem spænska lögreglan handtekur hóp manna sem taldir eru tengjast al-Qaida. Talsmaður spænsku lögreglunnar sagði í morgun að aðgerðunum væri ekki lokið og búast mætti við fleiri handtökum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×