Erlent

Átta ára gamall drengur lést úr fuglaflensu

Átta ára gamall drengur lést eftir að hafa smitast af fuglaflensu í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin á eftir að staðfesta dánarorsökina, en ef um er að ræða hinn banvæna H5N1 stofn fuglaflensuveirunnar, þá er tala þeirra sem hafa látist úr fuglaflensu í landinu komin í 10. Að sögn talsmanns indónesíska heilbrigðisráðuneytisins greindist drengurinn með fuglaflensu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×