Erlent

Óeirðir í Kólumbíu í nótt

Þrjátíu og þriggja lögreglumanna er saknað og fimm létust eftir áhlaup fimm hundruð uppreisnarmanna á þorpið San Marino í Kólumbíu í nótt. Nokkrir hópar uppreisnarmanna stormuðu inn í þorpið rétt fyrir rökkur í gær og hófu skothríð á lögreglumenn. Skotbardagar höfðu staðið í sex klukkustundir þegar lögreglu barst liðsauki og uppreisnarmennirnir flúðu aftur inn í skóg í nágrenni þorpsins. Talið er að þeir hafi numið á brott einhverja lögreglumenn og hafi þá í haldi. Hóparnir sem réðust inn í þorpið eru úr armi uppreisnarhóps sem hefur reynt að ná völdum í Kólombíu í fjörutíu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×