Erlent

Snjóar í tvær vikur samfellt

Snjónum kyngir niður yfir Yantaiborg í Kína og ástandið er orðið svo slæmt að borgaryfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi. Fyrstu snjókornin féllu á Yantai fyrir tveimur vikum og síðan hefur snjóað kvölds og morgna, dags og nætur.

Fyrstu snjókornin féllu á Yantai fyrir tveimur vikum og síðan hefur snjóað kvölds og morgna, dags og nætur.

Alls hefur fallið eins metra þykkt lag af snjó þannig að borgarstarfsmenn hafa ekki undan að moka götur, gangandi vegfarendur eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og skólahald hefur lagst af.

Hús í borginni eru ekki byggð til að þola svona mikinn snjó og hafa mörg þeirra eyðilagst. Það er ekkert einsdæmi að snjói í Yantai en snjókoman núna er óvenju mikil og ekki útlit fyrir annað en að það snjói áfram í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×