Erlent

Aukin harka færist í mótmælin

Þúsundir mótmæla í Hong Kong.
Þúsundir mótmæla í Hong Kong. MYND/AP

Aukin harka hefur færst í mótmæli vegna fundar Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Lögregla átti í átökum við mótmælendur sem reyndu að komast að fundarstaðnum og reykur sást rísa frá svæði skammt þar frá.

Litlar líkur eru á að samkomulag náist á fundinum um hvenær og í hversu miklum mæli skuli draga úr landbúnaðarstyrkjum. Ekkert samkomulag hefur náðst um að binda endi á útflutningsstyrki en samkvæmt drögum að samþykkt fundarins var gert ráð fyrir að binda ætti enda á slíkar greiðslur fyrir árslok 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×