Erlent

Náðu samkomulagi um fjárlög

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Barroso, formaður framkvæmdastjórnar ESB, kynntu samkomulagið á fundi klukkan tvö í nótt.
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jose Barroso, formaður framkvæmdastjórnar ESB, kynntu samkomulagið á fundi klukkan tvö í nótt. MYND/AP

Ríki Evrópusambandsins náðu í nótt samkomulagi um langtímafjárlög fyrir árin 2007 til 2013. Samkomulagið náðist í lokin á sautján klukkustunda átakafundi í Brussel sem lauk ekki fyrr en skömmu fyrir klukkan tvö í nótt.

Bretar urðu að fallast á að greiða sambandinu andvirði átta hundruð milljarða króna af árlegri endurgreiðslu sinni frá sambandinu til að ná samkomulagi. Þeir náðu því hins vegar fram að farið verður í endurskoðun á ríkisstyrkjum til franskra bænda á árunum 2008 og 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×