Erlent

Sakfelldur fyrir sölu á kjarnorkubúnaði til Pakistans

Dómstóll í Alkmaar í Hollandi dæmdi í dag hollenskan kaupsýslumann í eins árs fangelsi fyrir að selja kjarnorkubúnað til Pakistans á ólöglegan hátt. Henk Slebos sendi stofnun í Pakistan fimm sendingar með kjarnorkubúnaði á árunum 1999 til 2002, en samkvæmt hollenskum fjölmiðlum má nota búnaðinn til að búa til kjarnorkusprengju. Stofnunin sem keypti búnaðinn tengist rannsóknarstofum vísindamannsins Abduls Qadeers Khans sem oft hefur verið nefndur faðir kjarnorkusprengjunnar í Pakistan, en hann viðurkenndi á síðasta ári að hafa lekið kjarnorkuleyndarmálum til Írans, Líbíu og Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×