Erlent

Sprenging við rússneskt kjarnorkuver

Frá Leníngrad-kjarnorkuverinu við Pétursborg í Rússlandi þar sem sprenging varð í málmbræðslu.
Frá Leníngrad-kjarnorkuverinu við Pétursborg í Rússlandi þar sem sprenging varð í málmbræðslu. MYND/AP

Einn lést og tveir slösuðust mjög alvarlega í slysi í kjarnorkuveri fyrir utan Pétursborg í Rússlandi í gær. Ekki liggur fyrir hvað gerðist nákvæmlega en kjarnorkustofnun Rússlands hefur gefið misvísandi upplýsingar um málinu. Í tilkynningu frá stofnuninni í gær kom fram að sprenging hefði orðið í málmbræðslu í verinu en síðar var önnur tilkynning send út þar sem talað var um gusugang í málmbræðslunni. Stofnunin segir að engin geislavirk efni hafi lekið úr verinu og út í umhverfið við slysið en rannsókn á því er þegar hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×