Erlent

Lestasamgöngur í Danmörku liggja niðri

MYND/Getty Images

Stór hluti lestakerfisins í Danmörku hefur verið stopp í allan morgun vegna verkfalls starfsmanna. Um er að ræða DSB-lestirnar sem ganga á milli borga og bæja en lestir á Kaupmannahafnarsvæðinu ganga samkvæmt áætlun. Einhverjir starfsmenn mættu til vinnu í morgun en langstærsti hluti þeirra lét ekki sjá sig. Að sögn framkvæmdastjóra DSB-lestanna eru litlar líkur á að málin leysist í bráð en hann segir verkfallsaðgerðirnar ólöglegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×