Erlent

35 fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í Kína

Frá eldsvoðanum í borginni Liaoyang í gær.
Frá eldsvoðanum í borginni Liaoyang í gær. MYND/AP

Að minnsta kosti 35 manns fórust og á annan tug eru slasaðir eftir að eldur kom upp í fjögurra hæða sjúkrahúsi í norðausturhluta Kína í gær. Fjöldi fólks reyndi að bjarga sér með því að henda sér út um glugga sjúkrahússins til að forða sér frá eldinum. Öll fórnarlömbin voru sjúklingar á sjúkrahúsinu. Yfir 220 þúsund brunar hafi orðið víða um landið á fyrstu ellefu mánuðum ársins og hafa þeir orðið um tvö þúsund manns að bana. Þetta er þó 5,4% fækkun á milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×