Erlent

Fyrrverandi yfirmaður ETA framseldur

Francisco Xabier Garcia Gaztelu
Francisco Xabier Garcia Gaztelu MYND/AP

Frönsk yfirvöld hafa framselt Francisco Xabier Garcia Gaztelu, fyrrverandi yfirmann í aðskilnaðarsamtökum Baska, ETA, til Spánar en Gaztelu er gefið að sök að hafa myrt þingmann frá Ermua í Baskahéraði Spánar árið 1997. Hann kom til Madrídar í gær en neitaði að tjá sig við dómara. Hann var vistaður í fangelsi þar til réttarhöld hefjast í máli hans. Aðskilnaðarsamtök Baska eru sögð bera ábyrgð á yfir 800 morðum síðan barátta samtakanna fyrir sjálfstæði Baskahéraðs Spánar hófst árið 1968.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×