Erlent

Ómannúðleg meðferð bönnuð

Stjórnvöld í Washington hafa samþykkt að banna ómannúðlega meðferð á föngum í baráttunni gegn hryðjuverkum. Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain lagði fram tillögu þessa efnis fyrir stuttu og nú hefur Hvíta Húsið samþykkt tillögu McCains að sögn talsmanns hans. Samkvæmt henni verður hvers kyns ómannúðleg eða niðurægjandi meðferð við yfirheyrslur bönnuð og gildir þá einu þótt slík meðferð gæti knúið fram mikilvægar upplýsingar. Búist er við að talsmaður Hvíta Hússins tilkynni um samkomulagið síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×