Erlent

Flugskeyti skotið að æðstu mönnum Islamic Jihad

Einn af æðstu mönnum herskáu samtakanna Islamic Jihad eða heilags stríðs, slapp naumleg þegar hermenn frá Ísrael skutu flugskeyti að bíl hans í Gasaborg í Palestínu í gær. Bíllinn skemmdist talsvert en maðurinn Khader Habib er sagður lítilsháttar særður. Fjórir liðsmenn annarra herskárra samtaka létu lífið og þrír særðust í samskonar flugskeytaárás Ísraelshers í sama hverfi fyrr í gær. Æðsti yfirmaður samtakanna, fordæmdi árásina og sagði að samtökin myndu svara henni af fullum krafti á næstunni. Ísraelsher hefur ekki viljað tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×