Erlent

Verði að læra dönsku áður en þeir flytja til Danmerkur

Frá Kaupmannahöfn
Frá Kaupmannahöfn MYND/Pjetur

Útlendingar sem hyggjast flytja til ættingja sinna sem búsettir eru í Danmörku skulu hafa staðist próf í dönsku og danskri menningu áður en þeir flytja. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju lagafrumvarpi Venstre-flokksins í Danmörku, og sem íhaldsmenn og danski Þjóðflokkurinn virðast ætla að styðja. Irene Simonsen, þingkona Venstre og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir Hollendinga hafa lög í þessa veru og segist binda vonir við að ef þau verði samþykkt í Danmörku muni það stemma stigu við flæði útlendinga inn í landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×