Erlent

Williams verður tekinn af lífi

Stanley „Tookie" Williams
Stanley „Tookie" Williams MYND/AP

Arnold Schwarzenegger, fylkisstjóri Kaliforníuríkis, ætlar ekki að náða Stanley Williams sem eftir stundarfjórðung verður tekinn af lífi með banvænni sprautu. Willams, sem stofnaði glæpagengið Crips, var fundinn sekur um fjögur morð árið 1979. Þrátt fyrir að margar kvikmyndastjörnur í Hollywood og tugþúsundir manna hafi beðið Schwarzenegger að náða Williams ætlar hann ekki að gera það. Williams, sem er 51 árs, neitar að hafa framið morðin en hann er sagður hafa rænt verslun, myrt afgreiðslumanninn sem og móteleiganda í Los Angeles og fjölskyldu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×