Innlent

Segir Vilhjálm líklegan til sigurs

Egill Helgason, sérlegur stjórnmálaskýrandi fréttastofunnar ræddi stöðu mála í fréttatíma Stöðvar 2. Hann sagði allt útlit fyrir að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson myndi ná fyrsta sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna þar sem hann væri með gott fylgi miðað við fyrstu tölur. Hann sagði að það hefði verið viðbúið að Gísli marteinn Baldursson myndi hugsanlega falla niður um nokkur sæti en miklar sveiflur hafi verið á fylgi Gísla og dæmi hefðu verið um að fólk væri að ákveða sig í kjörklefanum. Egill sagði sjálfstæðisflokkinn ekki vera ævintýragjarnann flokk og því væru sjálfstæðismenn líklega ekki alveg tilbúnir að lenda í ævintýrum með Gísla. Hannn sagði prófkjörið hafa tekist mjög vel en þátttaka væri búin að vera mjög góð. Mikið væri búið að tala um smölun og líklega hefði Gísli vinninginn í henni. Bæði Vilhjálmur og Gísli hefðu þó dygga stuðningsmenn sem væru búnir að styðja þá í prófkjörinu.

Egill telur að einhverjir eigi eftir að vera sárir þegar ljóst verður með úrslit prófkjörskosninganna. en sjálfstæðismenn geti verið ánægðir með frambjóðendurna enda sé hæft og efnilegt fólk í framboði.

Hægt er að sjá innkomur Egils í fréttatímanum í heild sinni á Vef TV Vísis.



 

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×