Innlent

Ekki hætt við fyrningarleiðina

MYND/HARI

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafnar alfarið fullyrðingum Einars K Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra um að Samfylkingin hafi skipt um stefnu varðandi fyrningar aflaheimilda.

Hún segir það ekki rétt að flokkur hennar sé fallinn frá þeim áformum, en hún segir jafnframt að fyrning aflaheimilda sé einungis aðferðarfræði sem hægt sé að nota eins og hverja aðra sem sátt náist um.

ngibjörg sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðalatriðið væri þó að óveiddur fiskur væri sameign allrar þjóðarinnar og fyrir aðgang að honum þyrfti að greiða sanngjarnt verð. Lykilatriðið sé þó að sátt náist um leiðir í þá átt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×