Innlent

Áhersla á vinnustaðatengda íslenskukennslu

MYND/Vísir

Alþjóðahúsið er byrjað að bjóða upp á íslenskukennslu fyrir innflytjendur og hefur ráðið Ingibjörgu Hafstað til að stýra þessari nýju áherslu í starfseminni. Hún rak áður fyrirtækið Fjölmenningu ehf. sem sérhæfði sig í íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Megináherslan verður lögð á svokallaða ,,vinnustaðatengda" íslenskukennslu þar sem námsefnið er sérhannað fyrir hvern vinnustað og tekur mið af daglegum veruleika starfsmanna. Alþjóðahúsið, sem er í eigu Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands, mun eftir sem áður bjóða upp á túlkaþjónustu, ráðgjöf og fræðslu í menningarfærni og samfélagsfræðslu til innflytjenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×