Upprennandi stjarna 13. janúar 2005 00:01 Á hverju ári velur Europian Film Promotion hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu. Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir verið valin í "Shooting Star" hópinn 2005. Alls er 21 ungur leikari og leikkona frá Evrópu valin í þennan hóp sem er kynntur á hverju ári á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í byrjun febrúar. "Ég er auðvitað mjög sátt og þetta verður örugglega skemmtilegt. Íslenska kvikmyndamiðstöðin sér um að velja fulltrúa frá Íslandi. Þetta eru allt ungir leikarar sem hafa verið að gera góða hluti í sínu landi," segir Álfrún. Álfrún vakti athygli fyrir stuttu þegar hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni um stúlkuna Dís. Hún hefur leikið í fleiri kvikmyndum eins og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún er útskrifuð frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art og hefur stundað leiklist síðan hún var sjö ára. Með því að vera valin í þennan hóp bætist Álfrún í fríðan flokk leikara en áður hafa Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir verið valin í Shooting Stars hópinn. Í fyrra var það Tómas Lemarquis sem varð fyrir valinu eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Nóa albínóa. "Þetta er að sjálfsögðu glæsilegur hópur leikara en það kemur í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig. Ég hef fengið grófar upplýsingar frá þeim sem hafa farið áður. Aðallega held ég að þetta sé gert til þess að kynna mann fyrir stórum hópi fólks úr þessum bransa, leikstjórum, framleiðendum og þess háttar. Það verður líka gaman að hitta alla þessa ungu leikara og spjalla við þau um það sem þau eru að gera." Álfrún er þessa dagana að æfa fyrir leikritið Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur. Álfrún fer þar með hlutverk tólf ára stelpu sem er lömuð og í hjólastól. Borgarleikhúsið frumsýnir leikritið 18. febrúar næstkomandi. Menning Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Á hverju ári velur Europian Film Promotion hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu. Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir verið valin í "Shooting Star" hópinn 2005. Alls er 21 ungur leikari og leikkona frá Evrópu valin í þennan hóp sem er kynntur á hverju ári á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í byrjun febrúar. "Ég er auðvitað mjög sátt og þetta verður örugglega skemmtilegt. Íslenska kvikmyndamiðstöðin sér um að velja fulltrúa frá Íslandi. Þetta eru allt ungir leikarar sem hafa verið að gera góða hluti í sínu landi," segir Álfrún. Álfrún vakti athygli fyrir stuttu þegar hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni um stúlkuna Dís. Hún hefur leikið í fleiri kvikmyndum eins og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún er útskrifuð frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art og hefur stundað leiklist síðan hún var sjö ára. Með því að vera valin í þennan hóp bætist Álfrún í fríðan flokk leikara en áður hafa Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir verið valin í Shooting Stars hópinn. Í fyrra var það Tómas Lemarquis sem varð fyrir valinu eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Nóa albínóa. "Þetta er að sjálfsögðu glæsilegur hópur leikara en það kemur í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig. Ég hef fengið grófar upplýsingar frá þeim sem hafa farið áður. Aðallega held ég að þetta sé gert til þess að kynna mann fyrir stórum hópi fólks úr þessum bransa, leikstjórum, framleiðendum og þess háttar. Það verður líka gaman að hitta alla þessa ungu leikara og spjalla við þau um það sem þau eru að gera." Álfrún er þessa dagana að æfa fyrir leikritið Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur. Álfrún fer þar með hlutverk tólf ára stelpu sem er lömuð og í hjólastól. Borgarleikhúsið frumsýnir leikritið 18. febrúar næstkomandi.
Menning Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira