Upprennandi stjarna 13. janúar 2005 00:01 Á hverju ári velur Europian Film Promotion hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu. Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir verið valin í "Shooting Star" hópinn 2005. Alls er 21 ungur leikari og leikkona frá Evrópu valin í þennan hóp sem er kynntur á hverju ári á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í byrjun febrúar. "Ég er auðvitað mjög sátt og þetta verður örugglega skemmtilegt. Íslenska kvikmyndamiðstöðin sér um að velja fulltrúa frá Íslandi. Þetta eru allt ungir leikarar sem hafa verið að gera góða hluti í sínu landi," segir Álfrún. Álfrún vakti athygli fyrir stuttu þegar hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni um stúlkuna Dís. Hún hefur leikið í fleiri kvikmyndum eins og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún er útskrifuð frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art og hefur stundað leiklist síðan hún var sjö ára. Með því að vera valin í þennan hóp bætist Álfrún í fríðan flokk leikara en áður hafa Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir verið valin í Shooting Stars hópinn. Í fyrra var það Tómas Lemarquis sem varð fyrir valinu eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Nóa albínóa. "Þetta er að sjálfsögðu glæsilegur hópur leikara en það kemur í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig. Ég hef fengið grófar upplýsingar frá þeim sem hafa farið áður. Aðallega held ég að þetta sé gert til þess að kynna mann fyrir stórum hópi fólks úr þessum bransa, leikstjórum, framleiðendum og þess háttar. Það verður líka gaman að hitta alla þessa ungu leikara og spjalla við þau um það sem þau eru að gera." Álfrún er þessa dagana að æfa fyrir leikritið Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur. Álfrún fer þar með hlutverk tólf ára stelpu sem er lömuð og í hjólastól. Borgarleikhúsið frumsýnir leikritið 18. febrúar næstkomandi. Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira
Á hverju ári velur Europian Film Promotion hóp ungra leikara sem vakið hafa sérstaka athygli á árinu. Nú hefur Álfrún Örnólfsdóttir verið valin í "Shooting Star" hópinn 2005. Alls er 21 ungur leikari og leikkona frá Evrópu valin í þennan hóp sem er kynntur á hverju ári á kvikmyndahátíðinni í Berlín sem hefst í byrjun febrúar. "Ég er auðvitað mjög sátt og þetta verður örugglega skemmtilegt. Íslenska kvikmyndamiðstöðin sér um að velja fulltrúa frá Íslandi. Þetta eru allt ungir leikarar sem hafa verið að gera góða hluti í sínu landi," segir Álfrún. Álfrún vakti athygli fyrir stuttu þegar hún lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni um stúlkuna Dís. Hún hefur leikið í fleiri kvikmyndum eins og Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Hún er útskrifuð frá Webber Douglas Academy of Dramatic Art og hefur stundað leiklist síðan hún var sjö ára. Með því að vera valin í þennan hóp bætist Álfrún í fríðan flokk leikara en áður hafa Hilmir Snær Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir verið valin í Shooting Stars hópinn. Í fyrra var það Tómas Lemarquis sem varð fyrir valinu eftir að hafa vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Nóa albínóa. "Þetta er að sjálfsögðu glæsilegur hópur leikara en það kemur í ljós hvað þetta þýðir fyrir mig. Ég hef fengið grófar upplýsingar frá þeim sem hafa farið áður. Aðallega held ég að þetta sé gert til þess að kynna mann fyrir stórum hópi fólks úr þessum bransa, leikstjórum, framleiðendum og þess háttar. Það verður líka gaman að hitta alla þessa ungu leikara og spjalla við þau um það sem þau eru að gera." Álfrún er þessa dagana að æfa fyrir leikritið Segðu mér allt eftir Kristínu Ómarsdóttur. Álfrún fer þar með hlutverk tólf ára stelpu sem er lömuð og í hjólastól. Borgarleikhúsið frumsýnir leikritið 18. febrúar næstkomandi.
Menning Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Fleiri fréttir Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin Sjá meira