Erlent

Segja næga olíu í jörðu

MYND/Reuters
Næg olía er í jörðu til að endast um áratuga skeið. Þetta segja Sádi-Arabar sem héldu fund með stjórnendum Exxon Mobil, stærsta olíufélags heims, í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í gær, en umræður um að olían sé að ganga til þurrðar hafa aukist mikið. Olíumálaráðherra Sadi-Arabíu sagði á fundinum að vandinn væri ekki skortur á olíu heldur á olíuhreinsistöðvum. Sádar ráða yfir meira en 10 prósentum af olíumarkaðinum en þeir dæla upp 9,5 miljörðum tunna á sólarhring og segjast auðveldlega geta framleitt meira ef eftirspurn eykst. Efasemdamenn benda þó á að framleiðslan hafi ekki aukist lengi og að nýjar olíulindir hafi ekki fundist í áraraðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×