Erlent

Mikil flóð í suðurhluta Mexíkós

Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í suðurhluta Mexíkós vegna mikilla flóða þar að undanförnu en stanslaust hefur rignt síðustu tvær vikur. Alls hafa tveir látist og er búist við versnandi ástandi á næstu dögum. Yfir tvö þúsund manns hefur verið komið fyrir í skólum og á járnbrautarstöðvum og segja yfirvöld þar í landi að unnið sé nú að því að koma upp almennilegum búðum á svæðunum í kring.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×