Bjarnólfur orðinn góður strákur 22. september 2005 00:01 "Ég lagði upp með það í sumar að reyna að fækka spjöldunum og það kom mér á óvart hversu mörg spjöld ég var kominn með eftir fyrri umferð. Ég taldi mig hafa hagað mér ágætlega en stundum leið mér eins og ég væri kominn með einhvern stimpil á mér," sagði Bjarnólfur Lárusson, leikmaður KR, sem fékk fimm gul spjöld í fyrri umferð Landsbankadeildarinnar en ekkert í þeirri seinni. Alla tíð hefur Bjarnólfur, sem er fæddur og uppalinn Eyjamaður, þótt harður í horn að taka. Eftir brottrekstur gegn ÍA á KR-vellinum í byrjun júlímánaðar sagði Bjarnólfur hingað og ekki lengra og fékk ekki gult spjald eftir það í deildarkeppninni. "Þetta er býsna góður árangur þó ég segi sjálfur frá og ég vona að þessi jákvæða þróun haldi áfram. Ég var nokkur ár í Englandi og það voru ákveðin viðbrigði að koma heim á sínum tíma. Þar var meiri harka og djöflagangur,"sagði Bjarnólfur. Aðspurður um knattspyrnuna hjá KR í sumar sagði Bjarnólfur: "Við spiluðum ekki nógu vel í upphafi og því náðu hvorki ég né aðrir í liðinu að sýna okkar rétta andlit í byrjun. Menn tóku slöku gengi liðsins persónulega og við brugðumst okkar fyrrum þjálfara [Magnúsi Gylfasyni] og því börðum við okkur saman í lokin og unnum meðal annars fjóra leiki í röð.""Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenskan fótbolta og gott fyrir KR að fá mann eins og Teit Þórðarson til að taka við þjálfun liðsins. Hann kemur með nýja sýn og mér líst mjög vel á þá uppsetningu að hann skuli sjá um þjálfun hjá liðinu sama hvort menn eru sex ára eða þrjátíu og sex ára. Í lok samtals blaðamanns við Bjarnólf sagði Eyjamaðurinn að það kæmi sér á óvart hversu fólki utan KR væri illa við félagið. "Ég vissi af því að KR væri ekki vinsælasta félagið en þessi illindi gagnvart félaginu eru meiri en ég hélt." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira
"Ég lagði upp með það í sumar að reyna að fækka spjöldunum og það kom mér á óvart hversu mörg spjöld ég var kominn með eftir fyrri umferð. Ég taldi mig hafa hagað mér ágætlega en stundum leið mér eins og ég væri kominn með einhvern stimpil á mér," sagði Bjarnólfur Lárusson, leikmaður KR, sem fékk fimm gul spjöld í fyrri umferð Landsbankadeildarinnar en ekkert í þeirri seinni. Alla tíð hefur Bjarnólfur, sem er fæddur og uppalinn Eyjamaður, þótt harður í horn að taka. Eftir brottrekstur gegn ÍA á KR-vellinum í byrjun júlímánaðar sagði Bjarnólfur hingað og ekki lengra og fékk ekki gult spjald eftir það í deildarkeppninni. "Þetta er býsna góður árangur þó ég segi sjálfur frá og ég vona að þessi jákvæða þróun haldi áfram. Ég var nokkur ár í Englandi og það voru ákveðin viðbrigði að koma heim á sínum tíma. Þar var meiri harka og djöflagangur,"sagði Bjarnólfur. Aðspurður um knattspyrnuna hjá KR í sumar sagði Bjarnólfur: "Við spiluðum ekki nógu vel í upphafi og því náðu hvorki ég né aðrir í liðinu að sýna okkar rétta andlit í byrjun. Menn tóku slöku gengi liðsins persónulega og við brugðumst okkar fyrrum þjálfara [Magnúsi Gylfasyni] og því börðum við okkur saman í lokin og unnum meðal annars fjóra leiki í röð.""Ég held að það sé mjög gott fyrir íslenskan fótbolta og gott fyrir KR að fá mann eins og Teit Þórðarson til að taka við þjálfun liðsins. Hann kemur með nýja sýn og mér líst mjög vel á þá uppsetningu að hann skuli sjá um þjálfun hjá liðinu sama hvort menn eru sex ára eða þrjátíu og sex ára. Í lok samtals blaðamanns við Bjarnólf sagði Eyjamaðurinn að það kæmi sér á óvart hversu fólki utan KR væri illa við félagið. "Ég vissi af því að KR væri ekki vinsælasta félagið en þessi illindi gagnvart félaginu eru meiri en ég hélt."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjá meira