Innlent

Pæjurnar plotta

Stofnfundur kvennahreyfingar Samfylkingarinnar fór fram í Hveragerði í gær. Yfirskrift fundarins var "Pæjur og pólitískt plott" en um hundrað konur af öllu landinu voru þarna saman komnar og var Bryndís Friðgeirsdóttir bæjarfulltrúi á Ísafirði kosin formaður. "Það var skemmtilegt hversu mikil eining ríkti á fundinum um að þörf væri fyrir að stofna kvennahreyfingu innan Samfylkingarinnar," segir Bryndís. "Tilgangur hreyfingarinnar er að gæta að hagsmunum kvenna innan flokks sem utan. Ég held að þörf sé á kvennahreyfingum alls staðar, innan fyrirtækja og félagasamtaka sem og innan stjórnmálaflokka. Ég held að kvennahreyfing innan stjórnmálaflokks geti aldrei orðið annað en til hagsbóta fyrir samfélagið í heild," sagði Bryndís. Aðspurð um yfirskrift fundarins sagði hún: "Ég ákvað ekki þessa yfirskrift en þótti hún skemmtileg. Það er nauðsynlegt fyrir konur í stjórnmálum að plotta dálítið saman og styðja hvor aðra."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×