Innlent

Bílakirkjugarður burtu

Bílakirkjugarðurinn að Garðsstöðum við Ísafjarðardjúp mun að mestu hverfa ef samkomulag sem sveitastjórn Súðavíkur gerði við landeiganda í gær gengur eftir. "Nú eru eitthvað um 580 bílar á landinu og við ætlum að vinna að því með landeiganda að þetta verði komið í skikkanlegt horf og orðið öllu minna og snyrtilegra næsta sumar," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri á Súðavík. Landeigandi hafði sóttst eftir því að fá starfsleyfi fyrir bílapartasölu sína á jörðinni, sem þá væri skilgreind sem iðnaðar- og athafnasvæði. Vegna formgalla á umsókn var þeirri beiðni hafnað, nágrönnum á Ögri til mikillar ánægju. Þeir vilja bílakirkjugarðinn burt en hann blasir við af bæjarstæði þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×