Mesta verðbólguskot í fjögur ár 12. september 2005 00:01 Töluverðar líkur eru á því að Seðlabankinn hækki vexti í lok mánaðarins eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5 prósent á milli ágúst og september sem var langt umfram væntingar. Búist hafði verið við um 0,9 prósenta hækkun. Leita þarf aftur til júní árið 2001 til að finna meiri verðbólguhækkun milli mánaða. Þetta þýðir að verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 4,8 prósent og er komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Markmið bankans er þó að halda verðbólgunni við 2,5 prósent á tólf mánaða tímabili. "Samkvæmt lögum þá ber okkur að senda ríkisstjórninni bréf þegar verðbólgan fer yfir fjögur prósent eða undir eitt prósent, ef það á við, og gera henni grein fyrir hvað Seðlabankinn hyggst gera. Það er ekki ákveðið hvenær bréf verða send en það er í stutt í það, gætu verið nokkrir dagar frekar en vikur," segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. "Þetta eru ekki góð tíðindi að verðbólgan skuli vera farin þetta mikið af stað og alvarlegt að hún skuli vera komin út fyrir þolmörkin," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann er ekki bjartsýnn á framhaldið: "Ég held því miður að við séum að sjá undirliði verðbólgunnar hækka einn af öðrum vegna þenslunnar á vöru- og vinnumarkaði. Þessi hækkun hingað til hefur verið drifin af hækkunum á olíuverði og fasteignaverði en nú er ég hræddur um að það sé komið að áhrifum þessarar margumtöluðu þenslu." Mælingin sýndi að dagvara hækkaði meira í verði en spáð hafði verið en áhrif af útisölulokum voru einnig mikil. Olíuverð og fasteignaverð hækkuðu einnig mikið eins og búist var við. Tryggvi Þór telur stöðuna vera þá að peningamálastefna ráði ekki ein við þensluna. Nú verði stjórnvöld að fara á fullt við að draga saman í ríkisútgjöldunum til að styðja við stefnuna. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Töluverðar líkur eru á því að Seðlabankinn hækki vexti í lok mánaðarins eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5 prósent á milli ágúst og september sem var langt umfram væntingar. Búist hafði verið við um 0,9 prósenta hækkun. Leita þarf aftur til júní árið 2001 til að finna meiri verðbólguhækkun milli mánaða. Þetta þýðir að verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 4,8 prósent og er komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Markmið bankans er þó að halda verðbólgunni við 2,5 prósent á tólf mánaða tímabili. "Samkvæmt lögum þá ber okkur að senda ríkisstjórninni bréf þegar verðbólgan fer yfir fjögur prósent eða undir eitt prósent, ef það á við, og gera henni grein fyrir hvað Seðlabankinn hyggst gera. Það er ekki ákveðið hvenær bréf verða send en það er í stutt í það, gætu verið nokkrir dagar frekar en vikur," segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. "Þetta eru ekki góð tíðindi að verðbólgan skuli vera farin þetta mikið af stað og alvarlegt að hún skuli vera komin út fyrir þolmörkin," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann er ekki bjartsýnn á framhaldið: "Ég held því miður að við séum að sjá undirliði verðbólgunnar hækka einn af öðrum vegna þenslunnar á vöru- og vinnumarkaði. Þessi hækkun hingað til hefur verið drifin af hækkunum á olíuverði og fasteignaverði en nú er ég hræddur um að það sé komið að áhrifum þessarar margumtöluðu þenslu." Mælingin sýndi að dagvara hækkaði meira í verði en spáð hafði verið en áhrif af útisölulokum voru einnig mikil. Olíuverð og fasteignaverð hækkuðu einnig mikið eins og búist var við. Tryggvi Þór telur stöðuna vera þá að peningamálastefna ráði ekki ein við þensluna. Nú verði stjórnvöld að fara á fullt við að draga saman í ríkisútgjöldunum til að styðja við stefnuna.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira