Mesta verðbólguskot í fjögur ár 12. september 2005 00:01 Töluverðar líkur eru á því að Seðlabankinn hækki vexti í lok mánaðarins eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5 prósent á milli ágúst og september sem var langt umfram væntingar. Búist hafði verið við um 0,9 prósenta hækkun. Leita þarf aftur til júní árið 2001 til að finna meiri verðbólguhækkun milli mánaða. Þetta þýðir að verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 4,8 prósent og er komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Markmið bankans er þó að halda verðbólgunni við 2,5 prósent á tólf mánaða tímabili. "Samkvæmt lögum þá ber okkur að senda ríkisstjórninni bréf þegar verðbólgan fer yfir fjögur prósent eða undir eitt prósent, ef það á við, og gera henni grein fyrir hvað Seðlabankinn hyggst gera. Það er ekki ákveðið hvenær bréf verða send en það er í stutt í það, gætu verið nokkrir dagar frekar en vikur," segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. "Þetta eru ekki góð tíðindi að verðbólgan skuli vera farin þetta mikið af stað og alvarlegt að hún skuli vera komin út fyrir þolmörkin," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann er ekki bjartsýnn á framhaldið: "Ég held því miður að við séum að sjá undirliði verðbólgunnar hækka einn af öðrum vegna þenslunnar á vöru- og vinnumarkaði. Þessi hækkun hingað til hefur verið drifin af hækkunum á olíuverði og fasteignaverði en nú er ég hræddur um að það sé komið að áhrifum þessarar margumtöluðu þenslu." Mælingin sýndi að dagvara hækkaði meira í verði en spáð hafði verið en áhrif af útisölulokum voru einnig mikil. Olíuverð og fasteignaverð hækkuðu einnig mikið eins og búist var við. Tryggvi Þór telur stöðuna vera þá að peningamálastefna ráði ekki ein við þensluna. Nú verði stjórnvöld að fara á fullt við að draga saman í ríkisútgjöldunum til að styðja við stefnuna. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Töluverðar líkur eru á því að Seðlabankinn hækki vexti í lok mánaðarins eftir að vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5 prósent á milli ágúst og september sem var langt umfram væntingar. Búist hafði verið við um 0,9 prósenta hækkun. Leita þarf aftur til júní árið 2001 til að finna meiri verðbólguhækkun milli mánaða. Þetta þýðir að verðbólga á ársgrundvelli mælist nú 4,8 prósent og er komin vel yfir efri þolmörk Seðlabankans sem eru fjögur prósent. Markmið bankans er þó að halda verðbólgunni við 2,5 prósent á tólf mánaða tímabili. "Samkvæmt lögum þá ber okkur að senda ríkisstjórninni bréf þegar verðbólgan fer yfir fjögur prósent eða undir eitt prósent, ef það á við, og gera henni grein fyrir hvað Seðlabankinn hyggst gera. Það er ekki ákveðið hvenær bréf verða send en það er í stutt í það, gætu verið nokkrir dagar frekar en vikur," segir Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri. "Þetta eru ekki góð tíðindi að verðbólgan skuli vera farin þetta mikið af stað og alvarlegt að hún skuli vera komin út fyrir þolmörkin," segir Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Hann er ekki bjartsýnn á framhaldið: "Ég held því miður að við séum að sjá undirliði verðbólgunnar hækka einn af öðrum vegna þenslunnar á vöru- og vinnumarkaði. Þessi hækkun hingað til hefur verið drifin af hækkunum á olíuverði og fasteignaverði en nú er ég hræddur um að það sé komið að áhrifum þessarar margumtöluðu þenslu." Mælingin sýndi að dagvara hækkaði meira í verði en spáð hafði verið en áhrif af útisölulokum voru einnig mikil. Olíuverð og fasteignaverð hækkuðu einnig mikið eins og búist var við. Tryggvi Þór telur stöðuna vera þá að peningamálastefna ráði ekki ein við þensluna. Nú verði stjórnvöld að fara á fullt við að draga saman í ríkisútgjöldunum til að styðja við stefnuna.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira