Ég, þú og börnin 7. september 2005 00:01 Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Geymsla Í brennidepli Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Þetta sumar hefur kannski öðrum fremur einkennst af umræðum um fjölskylduna og reglum tengdum henni. Ættleiðingar hafa sérstaklega verið í sviðsljósinu og núna síðast í vikunni þegar fréttir fengust af því að Lilja Sæmundsdóttir fengi að ættleiða barn frá Kína. Ættleiðingar samkynhneigðra hafa líka verið milli tannanna á fólki, sem betur fer, því heldur betur var kominn tími til að einhver umræða fengist um það mikla hagsmunamál. Þessi umræða og gangrýni á ættleiðingarlögin sem hefur fylgt í kölfarið sýnir glögglega að lög sem tengjast fjölskyldunni eru um margt úr takti við tíðarandann í samfélaginu. Fólk vill frjálsræði um þessi mál og er því reitt og hissa þegar því finnst vera gengið á rétt sinn í nafni laganna. Fólk vill vera frjálst til að velja sér það fjölskylduform sem það vill. Ég, þú og börnin - vísitölufjölskyldan er lifnaðarform sem hentar ekki öllum nútímafjölskyldum. Þrátt fyrir það veitir sú samsetning þeim mikil forréttindi sem ákveða að gangast við henni. En af hverju er svo mikið lagt upp úr því að "fjölskylda" samanstandi af konu, manni hennar og börnum þeirra? Af hverju fá samkynhneigðir ekki að ættleiða að utan og af hverju gilda aðrar og strangari reglur um einstæðinga sem vilja ættleiða börn? Við þessum spurningum eru engin einhlít svör, engin raunveruleg rök. Jú, krökkunum verður strítt ef foreldrar þeirra eru samkynhneigð og einstæðingar geta ekki reitt sig á aðstoð neins við uppeldi barnsins. Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé ráð að taka upp próf fyrir fólk sem vill eignast börn. Ef löggjafinn vill leggja svo mikið upp úr því að öll börn eignist "hið fullkomna heimili" ætti að taka upp próf. Barnaprófið. Eftirlit með með fólki sem dritar niður krakkaræksnum í löngum bunum. Um leið og fólk yrði ófrískt myndi það fara í mat hvort það væri hæft til að annast barn. Þar væri meðal annars litið til þess hvort það væri of feitt eða líffæraþegar, svo dæmi séu tekin af skilyrðum sem sett eru ættleiðendum í reglugerð um ættleiðingar nr. 238/2005. Í ættleiðingalögum segir líka að bara þeir sem eru orðnir 25 ára megi ættleiða börn nema sérstaklega standi á. Og þá spyr ég bara: Ef löggjafanum finnst fólk undir 25 ára ekki vera í stakk búið að ala upp börn nema "sérstaklega standi á", á það ekki að ganga jafnt yfir alla? Á þá ekki bara að þurfa að "standa sérstaklega á" til að fólk megi yfir höfuð eignast börn fyrir 25 ára aldur. Nei, því það væri fáránlegt. Jafn fáránlegt og að setja svona reglur um ættleiðingar. Fólk sem getur ekki eignast börn með hefðbundnum getnaðarleiðum hefur ekkert gert til að verðskulda svona meðferð. Löggjafinn verður að taka sig taki og sjá að svona reglur takmarka mjög frelsi fólks til að velja sér sambúðarform. Og það er bara alls ekki í lagi. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar