Erlent

Saknað frá fyrsta degi hamfara

Íslenskrar konu er saknað í Missisippi eftir fellibylinn Katrínu og hefur hennar verið leitað árangurslaust frá fyrsta degi eftir hamfarirnar. Utanríkisráðuneytið vill að svo stöddu gefa upp nafn konunnar sem saknað er. Íslensk stjórnvöld hafa leitað eftir aðstoð hinna bandarísku við að finna konuna en ekki er búist við miklu þaðan eins og glundroðinn er á flóðasvæðunum. Pétur Ásgeirsson hjá utanríkisráðuneytinu sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar að ræðismenn Íslands í Bandaríkjunum aðstoðuðu við leitina með því að hringja til Íslendinga á flóðasvæðinu og leita frétta. Þeir hefðu einnig samband við björgunarmiðstöðvar sem nú eru loks að komast á laggirnar. Einnig hefði verið haft samband við utanríkisráðuneyti hinna norrænu ríkjanna og ynnu þessi lönd saman að því að hafa upp á þegnum sínum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×