Erlent

Það hirðir enginn um okkur

Fimm dögum eftir að Susan Dewey kom til New Orleans til að halda upp á 23 ára afmælið sitt var hún orðin svo örvæntingarfull að komast aftur frá borginni að hún slóst í lið með hundruðum annarra innlyksa ferðamanna um að leigja 10 rútur fyrir 25.000 dollara, andvirði tæplega 1.600.000 króna, til að bjarga þeim. Eftir nokkurra tíma bið komst hópurinn að því að yfirvöld hefðu lagt hald á allar rúturnar til að nota þær til að bjarga öðrum strandaglópum. "Það hirðir enginn um okkur," sagði Dewey í símaviðtali í gær. "Opinberir starsmenn Louisiana-ríkis eru að reyna að hjálpa sínu fólki. Þeim er sama um okkur." Fellibylurinn skall á borginni á mánudag. Á þriðjudag fór allt á kaf og gripdeildirnar byrjuðu. Á miðvikudag voru Dewey og aðrir hótelgestir farin að stela sér til matar, þar sem strandaglópunum voru allar aðrar bjargir bannaðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×