Erlent

Björgunaraðgerðir í uppnámi

Skotið var á Chinook herþyrlu sem notuð er til björgunaraðgerða við Superdome leikvanginn í New Orleans til að hífa fólk upp af gólfi leikvangsins og koma því í strætisvagna, sem aka mun með fólkið áleiðis til Texas. Staðfest er að þjóðvarðliði særðist í skotárásinni. Hefur næstum öllu lögregluliði borgarinnar verið skipað að hætta björgunaraðgerðum og snúa sér að því að handsama þjófa. Ofbeldi hefur aukist mjög í borginni eftir hamfarirnar og er ástandið í New Orleans vægast sagt slæmt en ekkert drykkjarvatn er í borginni. Þá eru fimm milljónir á hamfarasvæðunum án rafmagns og rotnandi lík hundruð fórnarlamba flóðanna liggja um borgina. Óttast er að sjúkdómar á borð við kóleru breiðist út innan fárra daga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×