Innlent

Uppgröftur á Skriðuklaustri

Verið er að byggja upp útveggi Skriðuklausturs á Austurlandi og geta nú gestir og gangandi upplifað gamla tíma með því að skrifa með fjaðrastaf og bleki, sem búið er til með aldagamalli aðferð á staðnum. Skriðuklaustur, frá árinu 1493, er heillegasta klaustrið sem fundist hefur á Íslandi. Verið er að endurgera grunnformið af því og hefur hópur fólks í sumar unnið að því að byggja upp útveggi klaustursins eftir leiðbeiningum bænda um hvernig byggja eigi torfbæi. Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur, fer fyrir hópnum og segir ýmislegt hafa komið á óvart í sumar og að núna séu það gripirnir sem eru fleiri þetta sumarið og varpa einnig skýrara ljósi á klausturlíf á staðnum. Það hafa fundist gripir frá öðrum árum. bæði hafa fundist kirkjugripir og gripir sem tengjast klausturlífi. Á sýningunni á Skriðuklaustri, sem lýkur í september, má finna þá muni sem fundist hafa á svæðinu og nú fyrst er blek soðið með sama hætti og gert var á fimmtándu öld en Ágúst Bjarnason, grasafræðingur, sér um það. Þar er notast við mó, sortulyng og fleira og gefst gestum sýningarinnar kostur á að skrifa með fjaðrastaf á skinn. Notaðar voru fjaðrir af álftum, gæsum og hröfnum til skrifa og voru álftafjaðrirnar taldar sterkastar í verkið. Þá var mergurinn tekinn úr fjöðrinni, hún hert með því að stinga henni í heitan sand og hún skorin til með fínum hníf. Þannig fékk fjöðrin þann stáleiginleika sem þurfti til að hægt væri að skrifa með þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×