Erlent

Sjálfsmorðsárás í Ísrael

Tuttugu særðust þegar palestínskur hryðjuverkamaður gerði sjálfsmorðsárás á umferðarmiðstöð í borginni Beersheba í Ísrael í morgun. Enginn hefur enn sem komið er gengist við árásinni en þetta er fyrsta hryðjuverkaárásin frá því að brotthvarfi Ísraelsmanna frá Gaza-ströndinni lauk í síðustu viku. Maðurinn reyndi að komast inn í strætisvagn við umferðarmiðstöðina en vakti grunsemdir bílstjórans sem kallaði til öryggisverði. Þegar þeir nálguðust sprengdi Palestínumaðurinn sig í loft upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×