Okrað á skólavörum 22. ágúst 2005 00:01 Skólavörur - Eva Ólafsdóttir Hvernig má það vera að í landi þar sem er almenn skólaskylda, sé ekkert þak á álagningu á skólavörur? Ritfangaverslanir og aðrar búðir sem selja skóladót, okra á því eins mikið og þeim þóknast og mokgræða fyrir vikið. Ég man að í fyrra eyddi ég 15.000 kalli í ritföng fyrir tvær dætur mínar, og það voru bara blöð, stílabækur og skriffæri sem þær vantaði upp á, af því þær voru að koma inn í skólann á miðjum vetri. Í alvöru talað, hvað haldið þið að blýantur kosti í framleiðslu? Eða nokkur lausblöð eða plastmappa? Nú er yngsta dóttir mín að byrja í skólanum og þurfti auðvitað að fá sína skólatösku og tilheyrandi. Bara taskan kostaði yfir 8000. Af því að ég vildi almennilega tösku með góðu baki og axlarólum, en allt undir þessu verði voru bara einhverjar pokatuðrur. Bara pennaveskið (sem reyndar innihélt liti, blýanta o.s.frv.) kostaði 2000 kall! Og það var sko ekki það dýrasta. Og enn er blaða- og stílabókadótið ótalið. Þetta stefnir þessvegna hátt í 20. þúsundið fyrir eina sex ára skottu sem er að byrja í skóla. Ofan á það bætist svo úlpa, skór, húfur, vettlingar o.s.frv. (Eins gott að fara að taka fram prjónana). Það þarf klárlega að setja þak (og það lágt) á álagningu á þessar vörur sem við komumst ekki hjá að kaupa á hverjum vetri. Þetta ástand er löngu komið út úr öllu korti og tími kominn til að við hættum að gleypa það sem að okkur er rétt, án þess að hugsa um það tvisvar. Eða í mesta lagi dæsa þegar plastkortið er dregið fram við kassann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Skólavörur - Eva Ólafsdóttir Hvernig má það vera að í landi þar sem er almenn skólaskylda, sé ekkert þak á álagningu á skólavörur? Ritfangaverslanir og aðrar búðir sem selja skóladót, okra á því eins mikið og þeim þóknast og mokgræða fyrir vikið. Ég man að í fyrra eyddi ég 15.000 kalli í ritföng fyrir tvær dætur mínar, og það voru bara blöð, stílabækur og skriffæri sem þær vantaði upp á, af því þær voru að koma inn í skólann á miðjum vetri. Í alvöru talað, hvað haldið þið að blýantur kosti í framleiðslu? Eða nokkur lausblöð eða plastmappa? Nú er yngsta dóttir mín að byrja í skólanum og þurfti auðvitað að fá sína skólatösku og tilheyrandi. Bara taskan kostaði yfir 8000. Af því að ég vildi almennilega tösku með góðu baki og axlarólum, en allt undir þessu verði voru bara einhverjar pokatuðrur. Bara pennaveskið (sem reyndar innihélt liti, blýanta o.s.frv.) kostaði 2000 kall! Og það var sko ekki það dýrasta. Og enn er blaða- og stílabókadótið ótalið. Þetta stefnir þessvegna hátt í 20. þúsundið fyrir eina sex ára skottu sem er að byrja í skóla. Ofan á það bætist svo úlpa, skór, húfur, vettlingar o.s.frv. (Eins gott að fara að taka fram prjónana). Það þarf klárlega að setja þak (og það lágt) á álagningu á þessar vörur sem við komumst ekki hjá að kaupa á hverjum vetri. Þetta ástand er löngu komið út úr öllu korti og tími kominn til að við hættum að gleypa það sem að okkur er rétt, án þess að hugsa um það tvisvar. Eða í mesta lagi dæsa þegar plastkortið er dregið fram við kassann.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar