Sala Símans Björgvin Guðmundsson skrifar 28. júlí 2005 00:01 "Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
"Fyrst og fremst styrkir þetta stöðu ríkissjóðs til lengri tíma litið og gerir hann öflugri til þess að takast á við þau viðfangsefni sem blasa við á sviði velferðar- og samfélagsmála," sagði Halldór Ásgrímsson eftir að ljóst var að 66,7 milljarðar rynnu í ríkissjóðs við sölu Símans. Fyrr á árinu voru 6,3 milljarðar teknir útúr fyrirtækinu í formi arðs og lagt inn á reikning ríkisins. Það er því ljóst að tekjur ríkisins, sem hægt er að rekja til símasölunnar, eru 73 milljarðar króna. Geir Haarde hefur rétt fyrir sér þegar hann segir verðmæti Símans sé hvorki meira né minna en það sem menn eru tilbúnir til að greiða fyrir fyrirtækið. Því má segja að 66,7 milljarðar er rétt verð - enginn var tilbúinn til að greiða meira. Ljóst er að fyrirtækið er dýrt sé miðað við sambærileg fyrirtæki í Evrópu. Hins vegar má telja víst að kaupendurnir eru ekki tilbúnir til að kasta peningunum út um gluggann. Því hafa þeir fundið út, með útreikningum og upplýsingum úr rekstri fyrirtækisins, að ávöxtunin verði ásættanleg. Hins vegar reynir mikið á ríkisstjórnina eftir að hún fær alla þessa peninga í hendurnar. Geir og Halldór segja að engar skyndiákvarðanir verði teknar varðandi ráðstöfun fjárins. Skynsamlegast væri að nota peningana til að greiða niður erlendar skuldir og búa í haginn fyrir frekari skattalækkanir. Með því að lækka greiðslubyrði ríkissjóðs af erlendum skuldum væri hægt að spara milljarða á ári. Það er fljótt að telja í ríkiskassann um ókomin ár og nýtist öllum landsmönnum en ekki fámennum þrýstihópum. Ef pólitískur vilji er fyrir því að ráðast í tiltekin verkefni á sviði samgangna, velferðarmála og annarra samfélagsmála, eins og forsætisráðherra nefnir, er betra að ráðstafa fé af fjárlögum í slík verkefni. Umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðingu bankanna í byrjun sumars sýnir hversu snúið getur verið að selja ríkisfyrirtæki án þess að nokkur geti gert ferlið tortryggilegt. Eftir að söluferli Símans var kynnt 4. apríl síðastliðinn hefur fátt farið úrskeiðis þótt sumir hafi komið með gagnlegar ábendingar. Eins og Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, greindi frá í Markaðnum í maí hefur mikil áhersla verið lögð á að ferlið sé faglegt, gagnsætt og trúverðugt. Það hefur gengið eftir og ræður í því samhengi miklu að hæstbjóðandi kaupir Símann. Við slíkar aðstæður er lítið svigrúm fyrir geðþóttaákvarðanir þegar tilboð eru metin. Breska fjármálafyrirtækið Morgan Stanley hefur verið einkavæðingarnefnd til ráðgjafar og hefur nefndin í stórum atriðum farið að ráðgjöf bankans. Þó var ekki hlustað á þær ábendingar að selja Símann í heilu lagi án skilyrða. Farin var sú leið að takmarka eignarhlut hvers aðila eða tengdra aðila við 45 prósent. Það er pólitísk ákvörðun til að mæta þeim sjónarmiðum að Síminn eigi ekki að vera á einni hendi. Hins vegar hefur það flækt söluferlið og ef til vill fælt erlenda fjárfesta frá. Allir sem standa upp frá einkavæðingarborðinu í þetta sinn virðast sáttir. Bjóðendur telja að ferlið hafi verið sanngjarnt og seljendur eru ánægðir með verðið sem þeir fengu fyrir fyrirtækið. Til þess að skattgreiðendur geti orðið sáttir er nauðsynlegt að andvirði Símans verði varið á skynsaman hátt. Of snemmt er að segja til um hvort af því verði. Björgvin Guðmundsson - bjorgvin@frettabladid.is
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun