Innrás frá Mars Egill Helgason skrifar 18. júlí 2005 00:01 Háskólabíó: War of the Worlds Myndin skartar nokkrum athyglisverðum senum: Þegar stúlkan fer niður að ánni og líkin fjóta þar niður. Veran í kjallaranum með Tim Robbins sem leikur ógnvænlegan furðufugl. Samt er þetta óþægilega innantómt – hvað er langt síðan Spielberg hefur gert mynd sem er eitthvað annað en verksmiðjuframleiðsla? Óvéfengjanleg meistarastykkin eftir hann, full af ævintýraþrá, eru varla nema þrjú: Jaws, Close Encounters og ET. Kannski líka fyrsta Indiana Jones myndin. Svo eru myndir sem eru gerðar af miklum vilja til að láta taka sig alvarlega: Schindler´s List og Saving Private Ryan. Stór fallstykki: Empire of the Sun, The Color Purple, AI, Minority Report. Þær tvær síðastnefndu eru vonbrigði af því þær lofuðu svo góðu; efniviðurinn er dökk og ofsóknarkennd framtíð þar sem tæknin er gengin af göflunum. Samt voru þær báðar misheppnaðar. Orson Welles byggði útvarpsleikrit sitt frá 1938 upp eins og fréttatíma. Bíómyndin frá 1953 fjallar í aðra röndina um kommúnista. Sjónarhorn Spielbergs er hins vegar mjög þröngt. Maður fær enga sérstaka tilfinningu af því að heimurinn sé að farast. Hvað vakir fyrir honum með því að kvikmynda þessa frægu sögu H. G. Welles? Það er tæpast eitt einasta atriði í War of the Worlds þar sem Tom Cruise ekki í miðdepli. Þessi aragrúi af nærmyndum af honum hlýtur að teljast misráðinn hjá svo vönum kvikmyndaleikstjóra – andlitið á Cruise er ekkert sérlega tjáningarríkt eða áhugavert. Það er ekki síst hann sem verður þessari mynd að falli. Spielberg gat gert ET án þess að hafa eina einustu stórstjörnu. Oft má hafa gaman af geimverum. En hér virka þær ekki spennandi, fremur eins og eitthvað úr tölvuleik. Það var til dæmis miklu meira fútt í marsbúunum í mynd Tims Burton, Mars Attacks – og hún var líka miklu betri útgáfa af þessari sögu. Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Háskólabíó: War of the Worlds Myndin skartar nokkrum athyglisverðum senum: Þegar stúlkan fer niður að ánni og líkin fjóta þar niður. Veran í kjallaranum með Tim Robbins sem leikur ógnvænlegan furðufugl. Samt er þetta óþægilega innantómt – hvað er langt síðan Spielberg hefur gert mynd sem er eitthvað annað en verksmiðjuframleiðsla? Óvéfengjanleg meistarastykkin eftir hann, full af ævintýraþrá, eru varla nema þrjú: Jaws, Close Encounters og ET. Kannski líka fyrsta Indiana Jones myndin. Svo eru myndir sem eru gerðar af miklum vilja til að láta taka sig alvarlega: Schindler´s List og Saving Private Ryan. Stór fallstykki: Empire of the Sun, The Color Purple, AI, Minority Report. Þær tvær síðastnefndu eru vonbrigði af því þær lofuðu svo góðu; efniviðurinn er dökk og ofsóknarkennd framtíð þar sem tæknin er gengin af göflunum. Samt voru þær báðar misheppnaðar. Orson Welles byggði útvarpsleikrit sitt frá 1938 upp eins og fréttatíma. Bíómyndin frá 1953 fjallar í aðra röndina um kommúnista. Sjónarhorn Spielbergs er hins vegar mjög þröngt. Maður fær enga sérstaka tilfinningu af því að heimurinn sé að farast. Hvað vakir fyrir honum með því að kvikmynda þessa frægu sögu H. G. Welles? Það er tæpast eitt einasta atriði í War of the Worlds þar sem Tom Cruise ekki í miðdepli. Þessi aragrúi af nærmyndum af honum hlýtur að teljast misráðinn hjá svo vönum kvikmyndaleikstjóra – andlitið á Cruise er ekkert sérlega tjáningarríkt eða áhugavert. Það er ekki síst hann sem verður þessari mynd að falli. Spielberg gat gert ET án þess að hafa eina einustu stórstjörnu. Oft má hafa gaman af geimverum. En hér virka þær ekki spennandi, fremur eins og eitthvað úr tölvuleik. Það var til dæmis miklu meira fútt í marsbúunum í mynd Tims Burton, Mars Attacks – og hún var líka miklu betri útgáfa af þessari sögu.
Brotasilfur Menning Silfur Egils Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira