Hefur þú efni á landsliðssæti? Magnús Halldórsson skrifar 15. júlí 2005 00:01 Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Magnús Halldórsson Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Eftir nokkur samtöl við forsvarsmenn í hinum ýmsu sérsamböndum íþróttasambands Íslands, og landsliðsfólk einnig, er mér ljóst að efnilegasta íþróttafólk Íslands þarf að reiða af hendi töluverða fjármuni á ári hverju til þess að geta tekið þátt í verkefnum landsliða Íslands. Er eðlilegt að einstaklingar, sem valdir eru í landslið í íþrótt sem þeir stunda af metnaði, þurfi að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd? Mér finnst það óeðlilegt. Það á að búa þannig um hlutina að efnilegir íþróttamenn, sem valdir eru í landslið í íþróttum, þurfi ekki að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd. Landsliðsmaður í sundi á ekki að þurfa að greiða þrjátíu og átta þúsund fyrir að keppa á móti í Þýsklandi, eins og raunin var nú á dögunum. Unglingalandsliðsmaður í handknattleik á ekki að þurfa að vera styrktur af fyrirtækjum til þess að eiga möguleika á því að keppa með landsliðinu, en það þurfti Snorri Steinn Guðjónsson, sem nú er atvinnumaður í Þýsklandi, að gera í nokkur skipti. "Það er ekki nógu gott að þetta sé staðan, en við félagarnir úr Val vorum heppnir að hafa góð sambönd við Valsmenn sem voru í atvinnurekstri sem styrktu okkur. En það eru ekkert allir sem hafa tök á því að fá styrki, og þess vegna þarf landsliðsfólk oft að borga töluverða peninga til þess að geta keppt fyrir Íslands hönd. Vonandi breytist það í framtíðinni, því þetta er ekki rétta leiðin." Íslenskt afreksfólk, sem hefur náð þeim einstaka árangri að hafa atvinnu af íþróttinni sem það hefur æft frá unga aldri, hefur borgað tugi þúsunda á sínum ferli fyrir að keppi fyrir Íslands hönd. Landsliðsfólk Noregs, og reyndar Skandinavíulandanna allra, þarf ekki að greiða ferðakostnað vegna ferða sinna með landsliðunum, þar sem sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru á nægilega háum ríkisstyrkjum til þess að geta haldið úti metnaðarfullri afreksstefnu. Það felur auðvitað í sér að fólk sem valið er til þess að keppa fyrir hönd þjóðarinnar, þarf ekki að greiða fyrir ferðakostnað og uppihald. Þannig er það ekki hér á Íslandi. Leikmenn í unglingalandsliði kvenna í körfuknattleik, sem keppa í Bosníu í næsta mánuði, þurfa að greiða töluvert háa upphæð til þess að geta farið með í ferðina. Sem betur fer eru stelpurnar styrktar af fyrirtækjum en það dugir þó ekki til þess að borga allan kostnaðinn. Þær þurfa því að borga fyrir að keppa fyrir Íslands hönd og nákvæmlega það er óeðlilegt að mínu mati. Langflest sérsamböndin innan íþróttahreyfingarinnar, nema knattspyrnusamband Ísland, hafa ekki efni á því að borga undir ungmennalandsliðsfólk sitt þegar það fer erlendis að keppa. Til þess að efnilegt íþróttafólk þurfi ekki að borga fyrir að keppa með íslensku landsliðunum, verður íslenska ríkið, og auðvitað fyrirtæki líka, að styðja sérsamböndin með myndarlegra peningaframlagi heldur en nú. Peningarnar sem settir eru í íþróttahreyfinguna duga ekki fyrir ferðakostnaði efnilegasta íþróttafólks landsins. Þannig er staðan núna. Þessu þarf að breyta.Magnús Halldórsson - magnush@frettabladid.is
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun