OR eflist í almannaþágu 9. júní 2005 00:01 Á Orkuveitan að selja orku tik stóriðju? - Sigrún Elsa Smáradóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir skemmstu spratt upp mikil og heit umræða um mögulega raforkusölu Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers Í Helguvík. Umræðan fór af stað í kjölfar þess að skrifað var undir viljayfirlýsingu að hálfu Hitaveitu Suðurnesja, Reykjanesbæjar og Norðuráls. Þá þegar hafði OR hafnað því að taka þátt í viljayfirlýsingunni. Ástæða þess að OR hafnaði þátttöku á þessu stigi málsins var ekki sú að Orkuveitan vilji ekki þessi viðskipti, heldur vill fyrirtækið ekki blanda sér í karp um staðarval á nýju álveri. Ég tel að þetta hafi verið skynsamlegt enda ekkert í hendi um að álver rísi í Helguvík, annað en vilji bæjaryfirvalda, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Ekkert umhverfismat liggur fyrir og málið er komið skammt á veg bæði í umræðu og skipulagningu. Þátttaka í viljayfirlýsingu hefði ekki gert annað en skuldbinda OR á þessu svæði, meðan margir aðrir kostir koma til greina, þegar kemur að orkusölu til stóriðju. Á Orkuveitan að selja til stóriðju? Við þetta vöknuðu spurningar um það hvort OR eigi yfirhöfuð að selja orku til stóriðju. Eins og staðan er núna eru um 50% af raforkusölu OR til stóriðju. Stefna OR er að selja vatn og rafmagn á sem hagstæðustu verði til almennings enda er arðsemi af þeirri starfsemi haldið í lágmarki og er hún í kringum 3-4%. OR er 94,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Mikið af fjármagni borgarinnar er því bundið í Orkuveitunni eða um 46% af heildar eigin fé borgarinnar, 42 milljarðar af 90 milljarða eigin fé borgarinnar. Ef bæði skuldir og eigið fé eru tekin saman er þetta hlutfall 38%, um 74 milljarðar af 192 milljörðum. Það hlýtur því að vera skylda borgaryfirvalda að reyna að fá arð af þessum fjármunum á sama tíma og þeirri stefnu að selja vatn og rafmagn til almennings á sem hagstæðustu verði er haldið óbreyttri. Til þess að eigendur geti tekið arð út úr fyrirtækinu þarf það að skila hagnaði ef eignir þess eiga ekki að rýrna. Staðreynd málsins er sú að sala á orku til stóriðju er einn af lykilþáttum þess að fyrirtækið skili hagnaði, enda er arðsemi af orkusölu til stóriðju margföld á við arðsemi á orkusölu til einstaklinga. Sala til stóriðju er því mikilvægur þáttur í því að fyrirtækið geti vaxið og dafnað, virkjað og nýtt þau réttindi til orkuöflunar sem fyrirtækið hefur aflað sér og tryggt með því bæði endurnýjun virkjana og áhættudreifingu í fjárfestingu. Arðsemi hlýtur að vera það meginleiðarljós sem OR setur sér í ákvarðanatöku um hvar og hvernig hún færir út kvíarnar, þegar kemur að öðru en þjónustu og sölu til eigenda sinna, almennings í borginni. Það er með þeim gleraugum sem við verðum að líta á orkusölu til stóriðju. Það er ekki borgarstjórnar Reykjavíkur eða stjórnar Orkuveitunnar að sporna gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Það er hins vegar okkar að tryggja að orkuöflun OR sé eins umhverfisvæn og unnt er og að arðsemi fyrirtækisins af fjárfestingu tengdri stóriðju sé góð. Arðgreiðslur til eigenda Á undanförnum árum hefur OR verið að skila 1,3–1,4 milljörðum í arðgreiðslur til borgarsjóðs sem þar nýtast til uppbyggingar og reksturs í borginni okkar. Ef enginn arður væri af OR þyrftu þessir peningar að koma annars staðar frá, t.d. með auknum þjónustugjöldum eða lækkuðu þjónustustigi. Annað sem hugsanlegt er að skoða væri að selja OR og hafa rentur af eigninni í bankakerfinu. Ég og sjálfsagt flestir Reykvíkingar myndu harma það að sjá OR í einkaeigu þar sem ekki væri lengur hægt að viðhalda markmiðum um sem lægst orkuverð til almennings. Stjórnendur OR hafa fengið frelsi til að reka OR eins og fyrirtæki frekar en steinrunna stofnun eins og því miður er of algengt með fyrirtæki í opinberri eigu. Vissulega leggja eigendur línur hvað varðar lágt verð til almennings, gera kröfu um arðsemi og marka OR meginstarfsvettvang. En vöxt og uppbyggingu OR er ekki síst hægt að þakka stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækisins, sem af metnaði leita nýrra leiða til að hámarka arðsemi af fjárfestingum og þekkingu á sama tíma og þjónusta er aukin og athafnasvæði útvíkkað. OR verður að fá að viðhalda því frelsi sem hún hefur haft til að vaxa og vera stolt okkar Reykvíkinga. Mala fyrir okkur gull og tryggja okkur hagstætt orku- og fjarskiptaverð, skila okkur arði og ryðja leiðina að auknum lífsgæðum og aukinni hagsæld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Á Orkuveitan að selja orku tik stóriðju? - Sigrún Elsa Smáradóttir, varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir skemmstu spratt upp mikil og heit umræða um mögulega raforkusölu Orkuveitu Reykjavíkur til hugsanlegs álvers Í Helguvík. Umræðan fór af stað í kjölfar þess að skrifað var undir viljayfirlýsingu að hálfu Hitaveitu Suðurnesja, Reykjanesbæjar og Norðuráls. Þá þegar hafði OR hafnað því að taka þátt í viljayfirlýsingunni. Ástæða þess að OR hafnaði þátttöku á þessu stigi málsins var ekki sú að Orkuveitan vilji ekki þessi viðskipti, heldur vill fyrirtækið ekki blanda sér í karp um staðarval á nýju álveri. Ég tel að þetta hafi verið skynsamlegt enda ekkert í hendi um að álver rísi í Helguvík, annað en vilji bæjaryfirvalda, Hitaveitu Suðurnesja og Norðuráls. Ekkert umhverfismat liggur fyrir og málið er komið skammt á veg bæði í umræðu og skipulagningu. Þátttaka í viljayfirlýsingu hefði ekki gert annað en skuldbinda OR á þessu svæði, meðan margir aðrir kostir koma til greina, þegar kemur að orkusölu til stóriðju. Á Orkuveitan að selja til stóriðju? Við þetta vöknuðu spurningar um það hvort OR eigi yfirhöfuð að selja orku til stóriðju. Eins og staðan er núna eru um 50% af raforkusölu OR til stóriðju. Stefna OR er að selja vatn og rafmagn á sem hagstæðustu verði til almennings enda er arðsemi af þeirri starfsemi haldið í lágmarki og er hún í kringum 3-4%. OR er 94,4% í eigu Reykjavíkurborgar. Mikið af fjármagni borgarinnar er því bundið í Orkuveitunni eða um 46% af heildar eigin fé borgarinnar, 42 milljarðar af 90 milljarða eigin fé borgarinnar. Ef bæði skuldir og eigið fé eru tekin saman er þetta hlutfall 38%, um 74 milljarðar af 192 milljörðum. Það hlýtur því að vera skylda borgaryfirvalda að reyna að fá arð af þessum fjármunum á sama tíma og þeirri stefnu að selja vatn og rafmagn til almennings á sem hagstæðustu verði er haldið óbreyttri. Til þess að eigendur geti tekið arð út úr fyrirtækinu þarf það að skila hagnaði ef eignir þess eiga ekki að rýrna. Staðreynd málsins er sú að sala á orku til stóriðju er einn af lykilþáttum þess að fyrirtækið skili hagnaði, enda er arðsemi af orkusölu til stóriðju margföld á við arðsemi á orkusölu til einstaklinga. Sala til stóriðju er því mikilvægur þáttur í því að fyrirtækið geti vaxið og dafnað, virkjað og nýtt þau réttindi til orkuöflunar sem fyrirtækið hefur aflað sér og tryggt með því bæði endurnýjun virkjana og áhættudreifingu í fjárfestingu. Arðsemi hlýtur að vera það meginleiðarljós sem OR setur sér í ákvarðanatöku um hvar og hvernig hún færir út kvíarnar, þegar kemur að öðru en þjónustu og sölu til eigenda sinna, almennings í borginni. Það er með þeim gleraugum sem við verðum að líta á orkusölu til stóriðju. Það er ekki borgarstjórnar Reykjavíkur eða stjórnar Orkuveitunnar að sporna gegn uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Það er hins vegar okkar að tryggja að orkuöflun OR sé eins umhverfisvæn og unnt er og að arðsemi fyrirtækisins af fjárfestingu tengdri stóriðju sé góð. Arðgreiðslur til eigenda Á undanförnum árum hefur OR verið að skila 1,3–1,4 milljörðum í arðgreiðslur til borgarsjóðs sem þar nýtast til uppbyggingar og reksturs í borginni okkar. Ef enginn arður væri af OR þyrftu þessir peningar að koma annars staðar frá, t.d. með auknum þjónustugjöldum eða lækkuðu þjónustustigi. Annað sem hugsanlegt er að skoða væri að selja OR og hafa rentur af eigninni í bankakerfinu. Ég og sjálfsagt flestir Reykvíkingar myndu harma það að sjá OR í einkaeigu þar sem ekki væri lengur hægt að viðhalda markmiðum um sem lægst orkuverð til almennings. Stjórnendur OR hafa fengið frelsi til að reka OR eins og fyrirtæki frekar en steinrunna stofnun eins og því miður er of algengt með fyrirtæki í opinberri eigu. Vissulega leggja eigendur línur hvað varðar lágt verð til almennings, gera kröfu um arðsemi og marka OR meginstarfsvettvang. En vöxt og uppbyggingu OR er ekki síst hægt að þakka stjórnendum og starfsmönnum fyrirtækisins, sem af metnaði leita nýrra leiða til að hámarka arðsemi af fjárfestingum og þekkingu á sama tíma og þjónusta er aukin og athafnasvæði útvíkkað. OR verður að fá að viðhalda því frelsi sem hún hefur haft til að vaxa og vera stolt okkar Reykvíkinga. Mala fyrir okkur gull og tryggja okkur hagstætt orku- og fjarskiptaverð, skila okkur arði og ryðja leiðina að auknum lífsgæðum og aukinni hagsæld.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun