Var brotið á Umferðarstofu? 8. júní 2005 00:01 Samkeppnisráð og auglýsingar Umferðarstofu - Magnús Guðmundsson, hugmyndastjóri Himins og hafs, auglýsingastofu. Nú hefur samkeppnisráð komist að niðurstöðu í athugun ráðsins á réttmæti úrskurðar auglýsinganefndar Samkeppnisstofnunar frá 8. febrúar sl. þar sem sett var bann á birtingu þriggja auglýsinga Umferðarstofu. Það er ekki ætlun mín að fjalla um réttmæti niðurstöðunnar sjálfrar, hvort ég sé sammála henni eða ekki. Hinsvegar sé ég mig knúinn til að fjalla um málsmeðferð Samkeppnisstofnunar sem ég leyfi mér að gera alvarlegar athugasemdir við. Það leið aðeins vika frá því að kvörtun barst frá Umboðsmanni barna þar til að auglýsinganefndin úrskurðaði bann við birtingu auglýsinganna. Í kjölfarið áfrýjaði Umferðarstofa úrskurði auglýsinganefndarinnar til samkeppnisráðs. Það tók ráðið hinsvegar u.þ.b. þrjá og hálfan mánuð að komast að niðurstöðu í málinu - niðurstöðu sem hefði allt eins getað verið sú að auglýsinganefndin hefði haft rangt fyrir sér og þar með valdið Umferðarstofu ómældu tjóni sem ekki væri afturkræft. Augljóst vanhæfi nefndarmanns Það er eitt atriði sem nánast útilokar að samkeppnisráð geti komist að annarri niðurstöðu en auglýsinganefndin. Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, á sæti bæði í auglýsinganefndinni og samkeppnisráði sem úrskurðinum var áfrýjað til. Auglýsinganefndin er ráðgjafanefnd samkeppnisráðs og því líta samkeppnisyfirvöld svo á að þau starfi á sama stjórnsýslustigi og þ.a.l. hafi stofnunin ekki brotið stjórnsýslulög nr. 37/1993 samanber 3. gr. 4. töluliður en þar segir: "Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls: 4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að."Þrátt fyrir þessa túlkun Samkeppnisstofnunar er það hverjum heilvita manni ljóst að málsmeðferðin er líkust því að lögreglumaður sem tæki að sér rannsókn tiltekins máls myndi á síðari stigum málsmeðferðar taka þátt í því að dæma málið. Slíkt getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt. Í þessu máli er ljóst að brotið hefur verið á rétti Umferðarstofu til hlutlausrar málsmeðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Atli Freyr Guðmundsson var vanhæfur til að fjalla um áfrýjun Umferðarstofu og hefði átt að víkja sæti úr samkeppnisráði þegar málefni Umferðarstofu var til meðferðar hjá ráðinu. Hunsaði Umferðarstofa tilmæli Samkeppnisstofnunar? Í úrskurði samkeppnisráðs kemur eftirfarandi fullyrðing fram: " .., að Umferðarstofa hafi ekki orðið við tilmælum Samkeppnisstofnunar um að ljúka málinu með því að hætta birtingu auglýsinganna og því telji ráðið nauðsynlegt að banna birtingu þeirra."Þetta er ekki rétt. Um leið og Samkeppnisstofnum fór fram á það að birtingu auglýsinganna yrði hætt var það gert. Ein af þessum auglýsingum var tekin úr umferð en hinsvegar var ákveðið af hálfu Umferðarstofu að breyta tveimur af þremur þessara auglýsinga þannig að þær sýndu ekki þau atriði sem lágu til grundvallar kæru Umboðsmanns barna. Breyttar útgáfur af auglýsingunum tveimur voru sýndar í sjónvarpi um þriggja vikna skeið og lauk sýningu þeirra í byrjun mars. Engar kvartanir eða kærur bárust samkeppnisyfirvöldum vegna auglýsinganna í breyttri mynd. 65,3% aðspurðra telja ekki of langt gangið Eftir sérhverja auglýsingaherferð framkvæmir Gallup viðhorfskönnun fyrir Umferðarstofu þar sem almenningur er spurður um álit sitt á viðkomandi auglýsingum. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvað almenningi finnst um hinar bannfærðu auglýsingar. Aðspurðir hvort svarendur teldu boðskap auglýsinganna komast vel eða illa til skila sögðu tæp 77% að hann kæmist vel til skila. 4,8% sögðu hvorki né en 18,6% sögðu boðskapinn ekki skýran. Í sömu könnun kemur fram að 34,6% töldu auglýsingarnar ganga of langt en 62,9% töldu þær ganga hæfilega langt og 2,4% sögðu ekki nægjanlega langt gengið. Af þessu má ljóst vera að mikill meirihluti fólks skildi boðskap auglýsinganna og taldi þær þjóna vel þeim tilgangi að vekja fólk til vitundar um alvarleika óábyrgrar hegðunar í umferðinni. Það er mjög brýnt að stofnun, sem gegnir jafn mikilvægu hlutverki og Samkeppnisstofnun gerir, standi þannig að málum að úrskurðir hennar séu hafnir yfir minnsta grun um óvandvirkni og rangfærslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Samkeppnisráð og auglýsingar Umferðarstofu - Magnús Guðmundsson, hugmyndastjóri Himins og hafs, auglýsingastofu. Nú hefur samkeppnisráð komist að niðurstöðu í athugun ráðsins á réttmæti úrskurðar auglýsinganefndar Samkeppnisstofnunar frá 8. febrúar sl. þar sem sett var bann á birtingu þriggja auglýsinga Umferðarstofu. Það er ekki ætlun mín að fjalla um réttmæti niðurstöðunnar sjálfrar, hvort ég sé sammála henni eða ekki. Hinsvegar sé ég mig knúinn til að fjalla um málsmeðferð Samkeppnisstofnunar sem ég leyfi mér að gera alvarlegar athugasemdir við. Það leið aðeins vika frá því að kvörtun barst frá Umboðsmanni barna þar til að auglýsinganefndin úrskurðaði bann við birtingu auglýsinganna. Í kjölfarið áfrýjaði Umferðarstofa úrskurði auglýsinganefndarinnar til samkeppnisráðs. Það tók ráðið hinsvegar u.þ.b. þrjá og hálfan mánuð að komast að niðurstöðu í málinu - niðurstöðu sem hefði allt eins getað verið sú að auglýsinganefndin hefði haft rangt fyrir sér og þar með valdið Umferðarstofu ómældu tjóni sem ekki væri afturkræft. Augljóst vanhæfi nefndarmanns Það er eitt atriði sem nánast útilokar að samkeppnisráð geti komist að annarri niðurstöðu en auglýsinganefndin. Atli Freyr Guðmundsson, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, á sæti bæði í auglýsinganefndinni og samkeppnisráði sem úrskurðinum var áfrýjað til. Auglýsinganefndin er ráðgjafanefnd samkeppnisráðs og því líta samkeppnisyfirvöld svo á að þau starfi á sama stjórnsýslustigi og þ.a.l. hafi stofnunin ekki brotið stjórnsýslulög nr. 37/1993 samanber 3. gr. 4. töluliður en þar segir: "Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls: 4. Á kærustigi hafi hann áður tekið þátt í meðferð málsins á lægra stjórnsýslustigi. Það sama á við um starfsmann sem fer með umsjónar- eða eftirlitsvald hafi hann áður haft afskipti af málinu hjá þeirri stofnun sem eftirlitið lýtur að."Þrátt fyrir þessa túlkun Samkeppnisstofnunar er það hverjum heilvita manni ljóst að málsmeðferðin er líkust því að lögreglumaður sem tæki að sér rannsókn tiltekins máls myndi á síðari stigum málsmeðferðar taka þátt í því að dæma málið. Slíkt getur ekki með nokkru móti talist eðlilegt. Í þessu máli er ljóst að brotið hefur verið á rétti Umferðarstofu til hlutlausrar málsmeðferðar hjá samkeppnisyfirvöldum. Atli Freyr Guðmundsson var vanhæfur til að fjalla um áfrýjun Umferðarstofu og hefði átt að víkja sæti úr samkeppnisráði þegar málefni Umferðarstofu var til meðferðar hjá ráðinu. Hunsaði Umferðarstofa tilmæli Samkeppnisstofnunar? Í úrskurði samkeppnisráðs kemur eftirfarandi fullyrðing fram: " .., að Umferðarstofa hafi ekki orðið við tilmælum Samkeppnisstofnunar um að ljúka málinu með því að hætta birtingu auglýsinganna og því telji ráðið nauðsynlegt að banna birtingu þeirra."Þetta er ekki rétt. Um leið og Samkeppnisstofnum fór fram á það að birtingu auglýsinganna yrði hætt var það gert. Ein af þessum auglýsingum var tekin úr umferð en hinsvegar var ákveðið af hálfu Umferðarstofu að breyta tveimur af þremur þessara auglýsinga þannig að þær sýndu ekki þau atriði sem lágu til grundvallar kæru Umboðsmanns barna. Breyttar útgáfur af auglýsingunum tveimur voru sýndar í sjónvarpi um þriggja vikna skeið og lauk sýningu þeirra í byrjun mars. Engar kvartanir eða kærur bárust samkeppnisyfirvöldum vegna auglýsinganna í breyttri mynd. 65,3% aðspurðra telja ekki of langt gangið Eftir sérhverja auglýsingaherferð framkvæmir Gallup viðhorfskönnun fyrir Umferðarstofu þar sem almenningur er spurður um álit sitt á viðkomandi auglýsingum. Mörgum leikur eflaust forvitni á að vita hvað almenningi finnst um hinar bannfærðu auglýsingar. Aðspurðir hvort svarendur teldu boðskap auglýsinganna komast vel eða illa til skila sögðu tæp 77% að hann kæmist vel til skila. 4,8% sögðu hvorki né en 18,6% sögðu boðskapinn ekki skýran. Í sömu könnun kemur fram að 34,6% töldu auglýsingarnar ganga of langt en 62,9% töldu þær ganga hæfilega langt og 2,4% sögðu ekki nægjanlega langt gengið. Af þessu má ljóst vera að mikill meirihluti fólks skildi boðskap auglýsinganna og taldi þær þjóna vel þeim tilgangi að vekja fólk til vitundar um alvarleika óábyrgrar hegðunar í umferðinni. Það er mjög brýnt að stofnun, sem gegnir jafn mikilvægu hlutverki og Samkeppnisstofnun gerir, standi þannig að málum að úrskurðir hennar séu hafnir yfir minnsta grun um óvandvirkni og rangfærslur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun