Verða að tryggja stöðugleika 13. október 2005 19:18 Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Stjórnvöld verða að gera meira til að tryggja stöðugleika en þau hafa gert til þessa, segir framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands og tveir stjórnarandstöðuþingmenn. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir betra ef ríkisstjórnin notaði ríkisfjármálin til að halda þenslunni í skefjum en að Seðlabankinn notaði gengið til þess, því það þrengdi að afkomu fyrirtækjanna í landinu sem aftur skapaði þrýsting á þau að lækka launakostnað. Seðlabankinn tilkynnti vaxtahækkun í fyrradag og hafa stýrivextir ekki verið hærri í rúm þrjú ár. "Við höfum auðvitað áhyggjur af stöðunni," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingar. Hann telur lausatök stjórnarflokkanna í ríkisfjármálum hafa haft slæm áhrif á efnahagslífið. "Í gegnum tíðina hafa fjárlögin aldrei staðist og oft hefur munað tugum milljarða á þeim og raunveruleikanum sem blasir við á ríkisreikningnum. Ríkisstjórnin þarf að beita meiri ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálunum." Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna, tók í sama streng og sagðist búast við að ástandið í efnahagsmálum yrði svipað á meðan Seðlabankinn sæi sig knúinn til að hækki vextina aftur og aftur. Steingrímur skoraði á ríkisstjórnina að gefa út yfirlýsingu þess efnis að ekki yrði stuðlað að fleiri stóriðjuframkvæmdum í bili. "Slík yfirlýsing ein og sér myndi strax verða til þess að kæla hagkerfið." Einnig vildi hann að hætt yrði við skattalækkunaráformin. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, taldi á hinn bóginn að ríkisstjórnin beitti þegar aðhaldi. Búið væri að fresta framkvæmdum í vegamálum fyrir einhverja milljarða og reka ætti ríkissjóð með afgangi á fjárlagaári. Hann sagði jafnframt að verðbólgan væri innan markmiða Seðlabankans ef breytingar á húsnæðisliðnum væru ekki taldar með. Hækkun fasteignaverðs hækkaði neysluverðsvísitöluna, en skuldbreytingar eldri lána kæmu ekki inn í hana til lækkunar. Pétur segir merkilegt að lækkun á greiðslubyrði almennings komi fram sem hækkun á neysluverðsvísitölu. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira