Sálin samlit hárinu 3. júní 2005 00:01 Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hefur verið í sviðsljósinu undanfarna daga í kjölfar greinaflokks Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um sölu ríkisbankanna. Kom Finnur meðal annars í Kastljósþátt Ríkissjónvarpsins á dögunum í svokallað drottningarviðtal þar sem hann svaraði fyrir sig og hjó mann og annan svo mörgum þótti nóg um. Segja sumir að árásir Finns á Egil Helgason í þættinum hafi verið fyrir neðan beltisstað og fann Egill, sem ekki er þekktur fyrir að vera sérstaklega viðkvæmur, sig knúinn til að svara fullum hálsi. Telja menn þetta lýsa dekkri hlið Finns: hann eigi það til að vera rætinn að óþörfu. Mönnum ber hins vegar saman um að Finnur sé eitursnjall, ólæknandi dugnaðarforkur. Finnur Ingólfsson er kvæntur Kristínu Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Hann er fæddur í Vík í Mýrdal, lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum 1979 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1984. Finnur ávann sér fljótlega virðingu innan Framsóknarflokksins fyrir að taka að sér erfið og vanþakklát störf. Hann hreinsaði meðal annars upp skuldahalann eftir útgáfuævintýri flokksins en mörgum þótti hann á gráu svæði þegar hann seldi Vífilfelli þrotabú NT. Ýmsir kunnu Finni þakkir fyrir framgönguna og hann kleif metorðastigann hratt og örugglega í flokknum, varð formaður Sambands ungra framsóknarmanna, tók sæti í mið-, lands- og framkvæmdastjórn og var um tíma ritari flokksins. Árið 1991 tók Finnur sæti á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann varð formaður þingflokksins 1994 til 1995 og settist á stól iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995, en því embætti gegndi hann til ársins 1999. Í ráðherrastólnum lét Finnur heldur betur til sín taka. Í ráðuneytinu var rómað samstarf hans við Halldór J. Kristjánsson, sem nú er bankastjóri í Landsbankanum, og var þeim öðrum fremur þakkað að hreyfing komst á virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu eftir margra ára kyrrstöðu. Hófst sú uppstokkun sem átt hefur sér stað í bankamálum og á fjármálamarkaði á tímum hans í ráðuneytinu. Kunna margir honum þakkir fyrir að hafa lagt grunninn að því blómaskeiði í efnahagsmálum sem nú stendur. Þarna komum við að einum höfuðkosta Finns. Hann þykir góður í samstarfi, safnar í kringum sig duglegu og kraftmiklu fólki og fær það besta út úr því. Finnur þykir líka einstakur dugnaðarforkur og vílar ekki fyrir sér að vinna átján tíma á dag svo mánuðum skiptir. Betra þykir að hafa Finn með sér en á móti. Því fékk Guðmundur G. Þórarinsson, sem þá var einn af máttarstólpum Framsóknarflokksins, heldur betur að finna fyrir í prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar 1991. Segja kunnugir að þar hafi Finnur gersamlega gengið frá Guðmundi, svo mjög að hann hafi ekki borið sitt pólitíska barr á eftir. Finnur er umdeildur maður svo ekki sé meira sagt. Hann á sér marga óvildarmenn og þykir duglegur að skara eld að eigin köku. Frægt er orðið þegar hann hugðist söðla um og hætta afskiptum af pólitík. Skipaði hann þá, sem viðskiptaráðherra, sjálfan sig í embætti Seðlabankastjóra - eða svo gott sem. Hann fékk vitaskuld annan ráðherra til að skrifa undir skipunarbréfið. Finnur situr sem sagt ekki á friðarstóli þó að hann sé hættur í pólitík. Eða er hann hættur? Hann heldur að minnsta kosti góðu sambandi við forsætisráðherrann en þeir fara saman á fjöll um lönd og álfur. Segja margir óvinsældir Finns stafa af því að hann hafi aldrei haft áhuga á því að stunda vinsældapólitík. Sé hann sannfærður um eitthvað keyrir hann það áfram og lætur almenningsálitið lönd og leið. Finnur Ingólfsson er útivistarmaður. Aðaláhugamálið er hestamennska en hann stundar líka laxveiði og gönguferðir. Segja vinir Finns hann hafa jaðareinkenni ofvirkni, ekki skipti máli hvað tindurinn eða hnjúkurinn heiti eða hve langt sé í hann. Finnur hoppi upp í bíl og standi á toppnum fyrir kvöldmat. Finnur er toppdrengur sem hlotið hefur óverðskuldaða gagnrýni, segja vinirnir. Þeir gefa honum hæstu einkunn og segja sálarlífið í takt við háralitinn, bjart og ljóst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hefur verið í sviðsljósinu undanfarna daga í kjölfar greinaflokks Sigríðar Daggar Auðunsdóttur um sölu ríkisbankanna. Kom Finnur meðal annars í Kastljósþátt Ríkissjónvarpsins á dögunum í svokallað drottningarviðtal þar sem hann svaraði fyrir sig og hjó mann og annan svo mörgum þótti nóg um. Segja sumir að árásir Finns á Egil Helgason í þættinum hafi verið fyrir neðan beltisstað og fann Egill, sem ekki er þekktur fyrir að vera sérstaklega viðkvæmur, sig knúinn til að svara fullum hálsi. Telja menn þetta lýsa dekkri hlið Finns: hann eigi það til að vera rætinn að óþörfu. Mönnum ber hins vegar saman um að Finnur sé eitursnjall, ólæknandi dugnaðarforkur. Finnur Ingólfsson er kvæntur Kristínu Magnúsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Hann er fæddur í Vík í Mýrdal, lauk stúdentsprófi frá Samvinnuskólanum 1979 og útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1984. Finnur ávann sér fljótlega virðingu innan Framsóknarflokksins fyrir að taka að sér erfið og vanþakklát störf. Hann hreinsaði meðal annars upp skuldahalann eftir útgáfuævintýri flokksins en mörgum þótti hann á gráu svæði þegar hann seldi Vífilfelli þrotabú NT. Ýmsir kunnu Finni þakkir fyrir framgönguna og hann kleif metorðastigann hratt og örugglega í flokknum, varð formaður Sambands ungra framsóknarmanna, tók sæti í mið-, lands- og framkvæmdastjórn og var um tíma ritari flokksins. Árið 1991 tók Finnur sæti á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann varð formaður þingflokksins 1994 til 1995 og settist á stól iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995, en því embætti gegndi hann til ársins 1999. Í ráðherrastólnum lét Finnur heldur betur til sín taka. Í ráðuneytinu var rómað samstarf hans við Halldór J. Kristjánsson, sem nú er bankastjóri í Landsbankanum, og var þeim öðrum fremur þakkað að hreyfing komst á virkjana- og stóriðjuframkvæmdir í landinu eftir margra ára kyrrstöðu. Hófst sú uppstokkun sem átt hefur sér stað í bankamálum og á fjármálamarkaði á tímum hans í ráðuneytinu. Kunna margir honum þakkir fyrir að hafa lagt grunninn að því blómaskeiði í efnahagsmálum sem nú stendur. Þarna komum við að einum höfuðkosta Finns. Hann þykir góður í samstarfi, safnar í kringum sig duglegu og kraftmiklu fólki og fær það besta út úr því. Finnur þykir líka einstakur dugnaðarforkur og vílar ekki fyrir sér að vinna átján tíma á dag svo mánuðum skiptir. Betra þykir að hafa Finn með sér en á móti. Því fékk Guðmundur G. Þórarinsson, sem þá var einn af máttarstólpum Framsóknarflokksins, heldur betur að finna fyrir í prófkjöri fyrir alþingiskosningarnar 1991. Segja kunnugir að þar hafi Finnur gersamlega gengið frá Guðmundi, svo mjög að hann hafi ekki borið sitt pólitíska barr á eftir. Finnur er umdeildur maður svo ekki sé meira sagt. Hann á sér marga óvildarmenn og þykir duglegur að skara eld að eigin köku. Frægt er orðið þegar hann hugðist söðla um og hætta afskiptum af pólitík. Skipaði hann þá, sem viðskiptaráðherra, sjálfan sig í embætti Seðlabankastjóra - eða svo gott sem. Hann fékk vitaskuld annan ráðherra til að skrifa undir skipunarbréfið. Finnur situr sem sagt ekki á friðarstóli þó að hann sé hættur í pólitík. Eða er hann hættur? Hann heldur að minnsta kosti góðu sambandi við forsætisráðherrann en þeir fara saman á fjöll um lönd og álfur. Segja margir óvinsældir Finns stafa af því að hann hafi aldrei haft áhuga á því að stunda vinsældapólitík. Sé hann sannfærður um eitthvað keyrir hann það áfram og lætur almenningsálitið lönd og leið. Finnur Ingólfsson er útivistarmaður. Aðaláhugamálið er hestamennska en hann stundar líka laxveiði og gönguferðir. Segja vinir Finns hann hafa jaðareinkenni ofvirkni, ekki skipti máli hvað tindurinn eða hnjúkurinn heiti eða hve langt sé í hann. Finnur hoppi upp í bíl og standi á toppnum fyrir kvöldmat. Finnur er toppdrengur sem hlotið hefur óverðskuldaða gagnrýni, segja vinirnir. Þeir gefa honum hæstu einkunn og segja sálarlífið í takt við háralitinn, bjart og ljóst.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun