Smánarblettur á atvinnulífi 28. maí 2005 00:01 Konur, sem hafa útskrifast frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, eru að meðaltali með tæplega helmingi lægri laun en karlar sem útskrifast með sama próf frá sama skóla. Rektor viðskiptaháskólans segir þetta smánarblett á atvinnulífinu og hyggst grípa til aðgerða. Viðskiptaháskólinn á Bifröst gerir á hverju ári launakönnun meðal síðustu fimm útskriftarárganga. 250 manns hafa útskrifast frá Bifröst síðustu fimm ár og 58 prósent þeirra eru karlar. Tilgangurinn með könnuninni er fyrst og fremst að sjá hversu mikið nemendur hækka í launum eftir nám og eru niðurstöðurnar þar nokkuð góðar. Konur sem útskrifast tvöfalda laun sín að meðaltali og karlar hækka um 80 prósent. Um helmingur svaraði könnuninni svo svarendur eru aðeins um 125 en þó að einstaklingarnir séu ekki fleiri verður ekki fram hjá því horft að launamunurinn sem niðurstöðurnar sýna er gríðarmikill. Stjórnendur skólans ætla því að grípa til aðgerða. Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans, segir niðurstöðurnar algjörlega óþolandi fyrir nemendur skólans. Það gangi ekki að kvennemendur sem hafi sömu menntun, gráðu og þekkingu að baki hafi ekki sömu laun og karlnemendurnir og að það muni svo miklu. Runólfur segir að þessi gríðarlega mikli munur, sem sé væntanlega lýsandi fyrir stöðu nýlega útskrifaðra viðskiptafræðinga og lögfræðinga á markaðnum, sé smánarblettur á íslensku atvinnulífi og launaisrétti kynjanna sé það. Runólfur segir skólann ætla að gera þrennt til að bregðast við þessu. Í fyrsta lagi hafi skólinn í dag skrifað undir samning um stofnsetningu rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála en hlutverk þess verði m.a. að rannsaka þessa hluti og varpa á þá ljósi, kynna og veita þar með aðhald. Í öðru lagi verði stofnaður átakshópur með kvennemendum næsta vetur og þær styrktar og undirbúnar áður en þær fari út í atvinnulífið og takist á við ráðningarviðtöl. Í þriðja lagi verði niðurstöður rannsóknarinnar kynntar fyrir íslenskum fyrirtækjum og leitað verði samstarfs við þau um breytingar. Sif Konráðsdóttir lögmaður hélt í gær erindi á tengslanetsráðstefnu kvenna á Bifröst þar sem hún ræddi launaleynd og afleiðingar hennar. Þar sagði hún launaleynd ekki eiga sér stoð í lögum og að leyndin ynni gegn því að konur og karlar fengju sömu laun fyrir sömu vinnu. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Samtaka atvinnulífsins segir launaleynd ekki hafa verið rædda sérstaklega í stjórn samtakanna og því hafi engin afstaða verið tekin til hennar. En er Runólfur sammála því að launaleynd eigi þátt í að skapa þennan mikla launamun? Runólfur segist ekki vita það. Laun séu ákaflega persónulegur hlutur og launaleynd sé viðtekin venja víða á markaði. Hann telji að aðrir þættir vegi þyngra og það séu mismunandi viðhorf fyrirtækja til verðmætis vinnu og því þurfi að breyta. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Konur, sem hafa útskrifast frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, eru að meðaltali með tæplega helmingi lægri laun en karlar sem útskrifast með sama próf frá sama skóla. Rektor viðskiptaháskólans segir þetta smánarblett á atvinnulífinu og hyggst grípa til aðgerða. Viðskiptaháskólinn á Bifröst gerir á hverju ári launakönnun meðal síðustu fimm útskriftarárganga. 250 manns hafa útskrifast frá Bifröst síðustu fimm ár og 58 prósent þeirra eru karlar. Tilgangurinn með könnuninni er fyrst og fremst að sjá hversu mikið nemendur hækka í launum eftir nám og eru niðurstöðurnar þar nokkuð góðar. Konur sem útskrifast tvöfalda laun sín að meðaltali og karlar hækka um 80 prósent. Um helmingur svaraði könnuninni svo svarendur eru aðeins um 125 en þó að einstaklingarnir séu ekki fleiri verður ekki fram hjá því horft að launamunurinn sem niðurstöðurnar sýna er gríðarmikill. Stjórnendur skólans ætla því að grípa til aðgerða. Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans, segir niðurstöðurnar algjörlega óþolandi fyrir nemendur skólans. Það gangi ekki að kvennemendur sem hafi sömu menntun, gráðu og þekkingu að baki hafi ekki sömu laun og karlnemendurnir og að það muni svo miklu. Runólfur segir að þessi gríðarlega mikli munur, sem sé væntanlega lýsandi fyrir stöðu nýlega útskrifaðra viðskiptafræðinga og lögfræðinga á markaðnum, sé smánarblettur á íslensku atvinnulífi og launaisrétti kynjanna sé það. Runólfur segir skólann ætla að gera þrennt til að bregðast við þessu. Í fyrsta lagi hafi skólinn í dag skrifað undir samning um stofnsetningu rannsóknarseturs vinnuréttar og jafnréttismála en hlutverk þess verði m.a. að rannsaka þessa hluti og varpa á þá ljósi, kynna og veita þar með aðhald. Í öðru lagi verði stofnaður átakshópur með kvennemendum næsta vetur og þær styrktar og undirbúnar áður en þær fari út í atvinnulífið og takist á við ráðningarviðtöl. Í þriðja lagi verði niðurstöður rannsóknarinnar kynntar fyrir íslenskum fyrirtækjum og leitað verði samstarfs við þau um breytingar. Sif Konráðsdóttir lögmaður hélt í gær erindi á tengslanetsráðstefnu kvenna á Bifröst þar sem hún ræddi launaleynd og afleiðingar hennar. Þar sagði hún launaleynd ekki eiga sér stoð í lögum og að leyndin ynni gegn því að konur og karlar fengju sömu laun fyrir sömu vinnu. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Samtaka atvinnulífsins segir launaleynd ekki hafa verið rædda sérstaklega í stjórn samtakanna og því hafi engin afstaða verið tekin til hennar. En er Runólfur sammála því að launaleynd eigi þátt í að skapa þennan mikla launamun? Runólfur segist ekki vita það. Laun séu ákaflega persónulegur hlutur og launaleynd sé viðtekin venja víða á markaði. Hann telji að aðrir þættir vegi þyngra og það séu mismunandi viðhorf fyrirtækja til verðmætis vinnu og því þurfi að breyta.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira